Erlent

Hungur vex í kjölfar hækkandi matvælaverðs

Hungur er nú vaxandi vandamál meðal fátækari þjóða heims eftir miklar hækkanir á matvælaverði í heiminum á síðasta ári.

Að sögn Sameinuðu þjóðanna hækkaði matvælaverð á meðaltali um 45% á síðasta ári og er nú farið að valda hungri í löndum á borð við Mexíkó, Indónesíu og Jemen sem ekki hafa áður þurft að glíma við þetta vandamál á seinni tímum. Og Pakistan verður einnig fyrir barðinu á þessu og hefur verið gripið til matarskömmtunar þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×