Erlent

Kúrdar vilja að Bandaríkin beiti sér

Nechervan Barzani, forsætisráðherra Kúrdahéraðanna í Norður Írak, gagnrýndi stjórnvöld í Bagdad í dag fyrir linkind gagnvart tyrkjum. Krafðist hann þess að stjórnvöld tækju harðari afstöðu gegn innrás Tyrkja í landið.

Þá óskaði Barzani ennfremur eftir því við Bandaríkjamenn að þeir myndu beita sér í málinu. Stjórnvöld í Bagdad hafa beðið Tyrki um að draga hersveitir sínar til baka. Óttast þau að átökin kunni að stigmagnast og breiðast út. Nærri eitt hundrað manns hafa látið lífið síðan Tyrkir sendu herlið inn í norðurhluta Íraks á fimmtudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×