Erlent

Skandinavar vilja sjá bankagögnin

Banki í Vaduz með Liechtenstein-kastala í baksýn.
Banki í Vaduz með Liechtenstein-kastala í baksýn. MYND/AP

Í Þýskalandi hefur nú verið flett ofan af skattsvikum mikils fjölda auðmanna á grundvelli upplýsinga um bankareikninga og skúffufyrirtæki í Liechtenstein, sem þýska leyniþjónustan BND keypti af manni sem safnaði þeim með ólöglegum hætti. Nú hafa þýsk stjórnvöld boðið skattyfirvöldum annarra ríkja aðgang að gögnunum og hafa meðal annars yfirvöld í Noregi, Finnlandi og Svíþjóð lýst áhuga á að þiggja það boð.

Þýska fréttavikuritið Der Spiegel greindi frá því um helgina að Heinrich Kieber, fyrrverandi starfsmaður LGT-bankans í Liechtenstein, hefði í ágúst 2006 séð BND fyrir gagnasafni með 4.527 færslum með upplýsingum um skúffufyrirtæki og stofnanir sem skráðar væru í bönkum í Liechtenstein. Um 1.400 þeirra kváðu vera í eigu Þjóðverja. Kieber seldi upplýsingarnar einnig til fleiri landa, þar á meðal Bretlands, Frakklands, Kanada og Ástralíu.

Nokkrir þekktir menn hafa þegar þurft að segja af sér vegna skattsvikarannsóknarinnar, þar á meðal forstjóri þýska póstsins, Deutsche Post.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×