Erlent

Aukinn viðbúnaður við sendiráð Norðmanna í Islamabad

Pakistanskir hermenn á vaktinni. Úr myndasafni.
Pakistanskir hermenn á vaktinni. Úr myndasafni. MYND/AP

Öryggisviðbúnaður hefur verið aukinn við sendiráð Noregs í Islamabad í Pakistan eftir að hótanir bárust þangað um helgina.

Talskona norska utanríkisráðuneytisins vildi ekki tilgreina hvað fælist í hótunum og heldur ekki til hvaða aðgerða hefði verið gripið. Sendiráðið er þó enn opið.

Norska fréttaveitan NTB segir hins vegar að bréf hafi borist sendiráðinu þar sem árás er hótað á næstu dögum. Norska sendiráðinu í Kabúl í Afganistan var lokað fyrir viku af sömu áðstæðum og hefur enn ekki verið opnað aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×