Erlent

Ókeypis heróín í Danmörku fyrir nær milljarð króna

Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið að verja 70 milljónum danskra króna eða nær milljarði króna til að dreifa ókeypis heróíni til langtgenginna heróínfíkla í landinu í ár og næsta ár.

Hægt verður að fá ókeypis heróín samkvæmt lyfseðlum frá læknum. Birgitte Josefsen, talsmaður Venstre í heilbrigðismálum, segir að Danir neyðist til að taka upp nýjar aðferðir í baráttu sinni við að ná til þeirra verst settur meðal heróínneytenda.

Samkæmt áætlunum stjórnvalda mun heróínið ekki verða í boði fyrir hvern sem er. Viðkomandi fíkill verður að gangast undir meðferð, fara á meþadon og vera í standi til að sækja heróínið þrisvar á dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×