Erlent

Tólf verkamenn teknir af lífi í Írak

Tólf verkamenn frá Nepal hafa verið teknir af lífi af hópi uppreisnarmanna í Írak.

Hópurinn sem kallar sig Her Ansar al-Sunna segir að mennirnir voru líflátnir vegna þess að þeir unnu fyrir fyrirtæki sem átti samvinnu við Bandaríkjamenn.

Eftir aftökuna var myndband af henni sett á internetið. Þar sést að einn verkamaðurinn er líflátinn með hálshöggi en hinir skotnir í hnakkann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×