Erlent

Þarf að sannfæra þjóðina um stefnu stjórnvalda í Írak

John McCain ásamt Cindy, eiginkonu sinni.
John McCain ásamt Cindy, eiginkonu sinni. Mynd/ AFP

John McCain sagði í dag að ef hann ætlaði sér að sigra í bandarísku forsetakosningunum í haust þyrfti hann að sannfæra landa sína um að stefna stjórnvalda í Írak væri að skila árangri. Ef hann gæti það ekki myndi hann tapa.

Fljótlega dró McCain þó í land. „Ég ætla kannski ekki að orða þetta svona sterkt. Leyfið mér bara að orða það svona. Bandaríkjamenn munu dæma mig af því hvernig þeir telja að ég geti leitt þá í efnahagsmálum og öryggismálum. Að sjálfsögðu mun Írak skipta máli þar," sagði McCain.

Íraksstríðið er þegar orðið að bitbeini í kosningabaráttunni. Repúblikanar vilja að stríðsrekstrinum í Írak verði haldið áfram en demókratar kalla eftir því að herinn verði kvaddur heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×