Erlent

Öflugur skjálfti á Súmötru

Snarpur jarðskjálfti upp á 7,3 á Richter skók Bengulu-hérað á eyjunni Súmötru í Indónesíu í morgun en engar fregnir hafa borist af manntjóni.

Yfirvöld á Indónesíu gáfu í kjölfarið út flóðbylgjuviðvörun en hún hefur nú verið dregin til baka. Skjálftinn var svo öflugur að hans varð vart í Singapúr.

Þetta er í annað sinn á innan við viku sem jörð skelfur af krafti á Súmötru. Á miðvikudaginn var létust þrír og hús skemmdust þegar öflugur skjálfti varð í Aceh-héraði á Súmötru.

Þar lést einnig á annað hundrað þúsund manns í flóðbylgju eftir skjálfta 26. desember 2004 í einum verstu hamförum í Suður-Asíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×