Fleiri fréttir Flugvél brotlenti í Frakklandi Flugmaður slökkviliðsflugvélar lést þegar vélin brotlenti í Ardeche-héraði í Suðaustur-Frakklandi í dag. Að sögn flugmálayfirvalda tók vélin þátt í slökkvistarfi á svæðinu en þar loga nú skógareldar. Yfirvöld segja annan mann hafa verið í flugvélinni en hann er ófundinn. Orsök slyssins er ókunn. 20.8.2005 00:01 85% landnema farin frá Gasa Áttatíu og fimm prósent íbúanna í landnemabyggðunum á Gasaströndinni hafa nú yfirgefið heimili sín. Herinn getur ekkert gert í dag til að flytja þá sem eftir eru á brott vegna sabbatsins, hvíldardags gyðinga. Lögreglan telur þó að allar byggðirnar sem á að rýma verði orðnar auðar á mánudag. 20.8.2005 00:01 Páfi ræðir við leiðtoga múslíma Benedikt sextándi páfi er nú í fjögurra daga heimsókn í föðurlandi sínu, Þýskalandi. Í gær ræddi hann við leiðtoga gyðinga í sýnagógu í Köln og varaði við vaxandi gyðingahatri. Í dag hyggst páfinn ræða við leiðtoga múslíma, en um þrjár milljónir manna í Þýskalandi eru múslímar, flestir af tyrkneskum uppruna. 20.8.2005 00:01 Sniglaplága í Danmörku Garðeigendur í Danmörku keppast nú við að drepa Spánarsnigla í tugþúsundatali. Sniglarnir eru orðnir alger plága og virðist fjölga með hverju árinu. 20.8.2005 00:01 Vioxx tekið af markaði hér í fyrra Kviðdómur í Texas dæmdi í gær ekkju Bandaríkjamanns sem lést í kjölfar notkunar á verkjalyfinu Vioxx, 253 milljónir Bandaríkjadala í bætur. Það jafngildir 16,5 milljörðum króna. Vioxx var mikið notað hérlendis þar til í fyrra. 20.8.2005 00:01 Flóð valda usla í Rúmeníu Flóð halda áfram að valda usla í Rúmeníu, en síðustu fjóra daga hafa 14 manns látist og 1200 þurft að yfirgefa heimili sín vegna þeirra. Alls hafa 200 hús eyðilagst og 5.500 skemmst í flóðunum, að sögn innanríkisráðherra Rúmeníu, og þá eru 88 þorp án rafmagns. 20.8.2005 00:01 Náðu 276 kg af afmetamíni Búlgarska lögreglan lagði á dögunum hald á 276 kíló af amfetamínpillum í áhlaupi á rannsóknarstofu þar sem eiturlyf voru framleidd í suðurhluta Búlgaríu. Tveir menn voru handteknir í áhlaupinu en talið er að það hafi átta að senda amfetamínið til Miðausturlanda. Samkvæmt innanríkisráðuneyti Búlgaríu er götuverðmæti efnanna talið 40 milljónir dollara, en það samsvarar ríflega 2,5 milljörðum íslenskra króna. 20.8.2005 00:01 Alvarlegt slys í Afganistan Óttast er að allt að 20 manns hafi látist, þar á meðal konur og börn, þegar tvær rútur rákust saman í Zabul-héraði í Afganistan. Rúturnar komu hvor úr sinni áttinni en þær rákust saman á hraðbraut milli höfuðborgarinnar Kabúl og borgarinnar Kandahar í suðurhluta landsins. Um 30 manns slösuðust í árekstrinum. 20.8.2005 00:01 Spánverjar syrgja hermenn Sautján spænskir hermenn sem létust í þyrluslysi í Afganistan á þriðjudag voru jarðsettir í dag með mikilli viðhöfn. Meðal þeirra sem sóttu athöfnina, sem fram fór í höfuðstöðvum hersins í Madríd, voru spænsku konungshjónin og Jose Luis Zapatero, forsætisráðherra Spánar. Lýst hefur verið yfir tveggja daga þjóðarsorg á Spáni vegna atburðanna, en ekki er enn ljóst hvað olli því að þyrlan hrapaði til jarðar. 20.8.2005 00:01 Lögreglumenn vegnir í Dagestan Að minnsta kosti þrír lögreglumenn létust og fjórir særðust þegar bílsprengja sprakk í Dagestan í Rússlandi í dag. Interfax-fréttastofan greinir frá því að bíll, sem var hlaðinn sprengiefni, hafi sprungið við eina aðalumferðaræðina í Makhachkala, höfuðborg Dagestans, í þann mund sem lögregla ók þar fram hjá í eftirlitsferð. 20.8.2005 00:01 Ráðist á flokksskrifstofur í Írak Byssumenn réðust á skrifstofur Lýðræðisflokks Kúrdistans í Kirkuk í norðurhluta Íraks í dag og særðu þrjá menn sem stóðu vörð um skrifstofurnar. Árásin kom í kjölfar mótmæla í borginni á vegum arabískra stjórnmálamanna sem eru andvígir því að Írak verði sambandsríki. Þeir telja að með því muni Kúrdar ná völdum í borginni. 20.8.2005 00:01 Nýnasistar marséra í Kolding Um eitt hundrað danskir, sænskir og þýskir nýnasistar gengu um bæinn Kolding í Danmörku í dag til þess að minnast dánardægurs Rudolfs Hess. Þá mótmæltu nýnasistarnir því að þýsk stjórnvöld hefðu bannað samsvarandi göngu þar í landi í síðasta mánuði. Lögregla í Kolding fylgdist vel með hópnum og lagði hald á nokkur barefli sem fundust á mönnunum en hópurinn fékk ganga um höfn bæjarins. 20.8.2005 00:01 Kosið í Palestínu 25. janúar Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, greindi frá því í dag að þingkosningar í landinu færu fram 25. janúar á næsta ári. Upphaflega áttu þær að fara fram í júlí síðastliðnum en yfirvöld í Palestínu frestuðu þeim og báru við vandræðum með kosningalöggjöf og brottflutningi Ísraela frá landnemabyggðum á Gasa og Vesturbakkanum. 20.8.2005 00:01 Þúsundir Breta í mál við Merck Búast má við því þúsundir Breta leiti réttar síns gagnvart lyfjafyrirtækinu Merck eftir að kviðdómur í Texas úrskurðaði í gær að ekkju Bandaríkjamanns sem lést í kjölfar notkunar á verkjalyfinu Vioxx skyldu dæmdar bætur. Merck er gefið að sök að hafa leynt vitneskju um hættuleg aukaáhrif lyfsins, sem notað var gegn gigt, en rannsóknir sýndu að sá sem tók það í meira en átján mánuði var í tvöfalt meiri hættu að fá hjartaáfall. 20.8.2005 00:01 Hirtu þrjú tonn af kókaíni af báti Sjóherinn á Frönsku Gvæjana lagði á sunnudaginn hald á þrjú tonn af kókaíni af fiskibáti frá Venesúela. Frá þessu greindu yfirvöld á staðnum í dag. Eftir ábendingu frá bandarísku strandgæslunni fylgdust frönsk yfirvöld með bátnum og létu loks til skarar skríða á fransk-gvæjönsku hafsvæði. 20.8.2005 00:01 Munu áfram skjóta til að drepa Lögregla í Lundúnum mun ekki hverfa frá þeirri stefnu að skjóta til drepa menn sem hún telur að ætli að fremja hryðjuverk. Að þessari niðurstöðu komust lögregluyfirvöld eftir endurskoðun á stefnunni í kjölfar þess að Brasilíumaðurinn Jean Charles de Menezers var skotinn fyrir mistök á Stockwell-lestarstöðinni í Lundúnum 22. júlí síðastliðinn. 20.8.2005 00:01 HM í tangó í Argentínu Heimsmeistaramótið í tangódansi fer fram þessa dagana í Búenos Aíres í Argentínu. Á annað hundrað pör hófu keppni en nú eru þrjátíu eftir. Flest eru þau argentínsk, en tangóinn á rætur sínar þar. Hann varð til úr blöndu ýmissa dansa og alls konar tónlistar sem evrópskir innflytjendur fluttu með sér til Argentínu í byrjun síðustu aldar. 20.8.2005 00:01 Batt, pyntaði og myrti Dómstóll í Sedgwick-sýslu í Kansas dæmdi á fimmtudaginn Dennis Rader, betur þekktan sem BTK, í tífalt lífstíðarfangelsi. Þar með er endi bundinn á harmleik sem rekur sig þrjátíu ár aftur í tímann. 20.8.2005 00:01 Áhrif Vioxx rannsökuð hérlendis Ekki er vitað um nein dauðsföll hér á landi af völdum gigtarlyfsins Vioxx en það á þó að rannsaka betur. Merck & co. ætlar að áfrýja dómi um skaðabætur sem fyrirtækið var dæmt til að greiða. 20.8.2005 00:01 Lögreglan heldur áfram að skjóta Lundúnalögreglan ætlar ekki að láta af stefnu sinni að skjóta á grunaða sjálfsmorðsprengjumenn sem óhlýðnast skipunum þeirra. 20.8.2005 00:01 Kosningadagur ákveðinn Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar gaf út tilskipun í gær sem kveður á um að landið þar sem byggðir Ísraela á Gaza stóðu áður yrðu almenningseign. Auk þess tilkynnti hann að þingkosningar yrðu haldnar 25. janúar næstkomandi. 20.8.2005 00:01 Sprengjutilræði í Dagestan Þrír lögreglumenn biðu bana og fjöldi særðist í sprengjutilræði í Makhachkala, höfuðborg rússneska sjálfstjórnarhéraðsins Dagestan í Kákasusfjöllum. 20.8.2005 00:01 Handrit Einsteins fundið Handrit að ritgerð sem Albert Einstein birti árið 1925 fannst í skjalasafni Leiden-háskóla í Hollandi á dögunum. 20.8.2005 00:01 Skorar á múslima að sýna samstöðu Á fundi með múslimaleiðtogum í Köln í Þýskalandi í gær fordæmdi Benedikt páfi XVI "grimma öfgahyggju" hryðjuverkamanna og skoraði á múslima að taka höndum saman með kristnum mönum í baráttunni gegn þeim. 20.8.2005 00:01 Sjíar leggja áherslu á íslam Þegar aðeins dagur er til stefnu fyrir íraska stjórnmálaleiðtoga að semja uppkast til stjórnarskrár virðist sem fyrr allt í hnút. 20.8.2005 00:01 Mugabe með „hreinsunarátak“ Ríkisstjórn Roberts Mugabes heldur áfram svokölluðu „hreinsunarátaki" í kringum borgir landsins með því að sópa þúsundum manna sem búa í neyðarbúðum upp í bíla í skjóli myrkurs og skilja þær eftir vítt og breitt upp til sveita án nokkurrar aðstoðar. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa smyglað út myndum af ástandinu og segja það skelfilegt. 20.8.2005 00:01 Strangtrúaðir handteknir á Gaza Að minnsta kosti eitt hundrað strangtrúaðir gyðingar voru handteknir í gær fyrir að veita mótspyrnu þegar öryggissveitir reyndu að flytja þá sem enn voru á landnemabyggðum á Gasasvæðinu, á brott. 19.8.2005 00:01 Mo Mowlam látin Mo Mowlam, fyrrverandi Írlandsmálaráðherra Bretlands lést í morgun, 55 ára að aldri. Mowlam greindist með heilaæxli seint á síðasta áratug og hefur átt við veikindi að stríða frá því fyrr í þessum mánuði. Í síðustu viku var hún færð frá King's College sjúkrahúsinu á sjúkrastofnun í Canterbury í Kent. Mowlan sat í ríkisstjórn Tony Blair frá árinu 1997 til 2001. 19.8.2005 00:01 BTK morðinginn dæmdur BTK-fjöldamorðinginn, Dennis Rader, var í gær dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir dómstóli í Kansas í Bandaríkjunum. Rader sem er 60 ára gamall myrti 10 manns með hrottafengnum hætti í Kansas á árunum 1974 til 1991. 19.8.2005 00:01 Gíslatökumaður skotinn Öryggissveitir í Georgíu skutu í morgun mann til bana sem hafði ruðst inn í höfuðstöðvar ríkissjónvarpsins þar í landi. Maðurinn æddi inn á stöðina um klukkan fimm í morgun, tók nokkra gísla og krafðist þess að fá að tala við ríkissaksóknara. 19.8.2005 00:01 Yfir 90% undir fátæktarmörkum Yfir 90% íbúa Tsjetsjeníu lifa undir fátæktarmörkum. Þetta segir efnahags- og þróunarmálaráðherra Rússlands en fátækramörkin miðast við 72 evrur á mánuði eða sem nemur um 5.600 krónum. 19.8.2005 00:01 Ástæða fluglsyss enn óljós Frumrannsóknir á líkum farþeganna um borð í kýpversku farþegaþotunni sem fórst á Grikklandi í síðustu viku leiddu í ljós að engar líkur eru á að hættulegar lofttegundir hafi dreifst um vélina og valdið meðvitundarleysi eða dauða þeirra sem voru um borð. 19.8.2005 00:01 Grundfos mútaði ríkisstjórn Íraks Danska fyrirtækið Grundfos hefur gengist við því að hafa greitt embættismönnum í ríkisstjórn Saddams Hússeins mútur á þeim tíma sem áætlun Sameinuðu þjóðanna um olíu fyrir mat stóð yfir. 19.8.2005 00:01 Sýknaður og sakfelldur Mounir El Motassadeq, Marokkó-búi sem sakaður var um aðild að hryðjuverkaárásunum ellefta september, var í morgun sýknaður af þeim ákærum. Dómstóll í Hamborg fjallaði um mál mannsins sem var hins vegar sakfelldur fyrir að tilheyra hryðjuverkasamtökum. 19.8.2005 00:01 Mestu eldar frá 1945 Skógareldarnir sem geysað hafa um norðurhluta Portúgals í allt sumar hafa kostað alls tíu slökkviliðsmenn lífið. Yfir 100 hús hafa brunnið til kaldra kola vegna þeirra og 17 verksmiðjur. Þá hafa um 500 byggingar við bóndabæi orðið eldinum að bráð og yfir 135 þúsund hektarar lands eyðilagst. Eldarnir í ár eru þeir mestu í Portúgal frá árinu 1945. 19.8.2005 00:01 Ungmenni drukknuðu í helli í Utah Lík fjögurra ungmenna fundust í helli í Utah í Bandaríkjunum í gærkvöld. Fólkið, sem var á aldrinum 18 til 28 ára, hafði ætlað að reyna að synda í gegnum vatnsfyllt göng á milli tveggja hella en drukknað á leiðinni. Fimmti meðlimur hópsins hringdi á hjálp klukkutíma eftir að félagar hans höfðu synt af stað. 19.8.2005 00:01 Ian Blair segir ekki af sér Ian Blair, lögreglustjóri Lundúnaborgar, ætlar ekki að segja upp starfi sínu þrátt fyrir háværar kröfur þess efnis. Ástæðan eru rangfærslur hans eftir að brasilískur karlmaður var skotinn til bana í misgripum á neðanjarðarlestarstöð í borginni. 19.8.2005 00:01 Flugskeytum skotið að herskipum Þremur flugskeytum var skotið að tveimur bandarískum herskipum sem voru í höfn í Jórdaníu í morgun. Skeytin hæfðu þó ekki skotmarkið heldur lentu þau á birgðageymslu og sjúkrahúsi, þar sem einn hermaður féll, og svo í Eilat í Ísrael, sem er í níu kílómetra fjarlægð. 19.8.2005 00:01 Lögreglustjóri neitar ásökunum Yfirmaður Lundúnalögreglunnar, Ian Blair, neitar því staðfastlega að hafa reynt að hafa áhrif á rannsókn á dauða Brasílíumannsins Jean Charles de Menezes, sem lögreglumenn skutu til bana á neðanjarðarlestarstöð í Lundúnum í júlí. 19.8.2005 00:01 Vantar kvenlega varkárni í akstur Ef karlar ækju eins og konur létust helmingi færri í umferðinni. Þetta kemur fram í sænskri greiningu á bílslysum sem gerð var af sænska umferðaröryggiseftirlitinu. 19.8.2005 00:01 Sýknaður af aðild að 11. september Dómstóll í Hamborg dæmdi í gær Mounir el Motassadeq, marokkóskan mann sem búsettur er í Þýskalandi, fyrir að vera félagi í al-Kaída hryðjuverkasamtökunum. Hann var hins vegar sýknaður af þátttöku í hryðjuverkaárásunum 11. september 2001. 19.8.2005 00:01 Fylgið dalar Þegar rétt rúmar þrjár vikur eru til norsku þingkosninganna virðist fylgi Verkamannaflokksins og bandalagsflokka hans hafa dalað. 19.8.2005 00:01 Litrík stjórnmálakona látin Mo Mowlam var án efa með litríkustu stjórnmálamönnum Bretlands en hennar verður fyrst og fremst minnst fyrir þátt hennar í friðarferlinu á Norður-Írlandi. 19.8.2005 00:01 Vonir um grænlenska olíu Vonir eru bundnar við að olíulindir sé að finna úti fyrir Nuuk á vesturströnd Grænlands sem geti fært íbúum landsins allt að 700 milljörðum íslenskra króna í tekjur . 19.8.2005 00:01 Dönsk fyrirtæki krafin skýringa Rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur krafið yfir sjötíu dönsk fyrirtæki um skýringar á samskiptum sínum við Íraksstjórn meðan á olíusöluáætlun samtakanna stóð. 19.8.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Flugvél brotlenti í Frakklandi Flugmaður slökkviliðsflugvélar lést þegar vélin brotlenti í Ardeche-héraði í Suðaustur-Frakklandi í dag. Að sögn flugmálayfirvalda tók vélin þátt í slökkvistarfi á svæðinu en þar loga nú skógareldar. Yfirvöld segja annan mann hafa verið í flugvélinni en hann er ófundinn. Orsök slyssins er ókunn. 20.8.2005 00:01
85% landnema farin frá Gasa Áttatíu og fimm prósent íbúanna í landnemabyggðunum á Gasaströndinni hafa nú yfirgefið heimili sín. Herinn getur ekkert gert í dag til að flytja þá sem eftir eru á brott vegna sabbatsins, hvíldardags gyðinga. Lögreglan telur þó að allar byggðirnar sem á að rýma verði orðnar auðar á mánudag. 20.8.2005 00:01
Páfi ræðir við leiðtoga múslíma Benedikt sextándi páfi er nú í fjögurra daga heimsókn í föðurlandi sínu, Þýskalandi. Í gær ræddi hann við leiðtoga gyðinga í sýnagógu í Köln og varaði við vaxandi gyðingahatri. Í dag hyggst páfinn ræða við leiðtoga múslíma, en um þrjár milljónir manna í Þýskalandi eru múslímar, flestir af tyrkneskum uppruna. 20.8.2005 00:01
Sniglaplága í Danmörku Garðeigendur í Danmörku keppast nú við að drepa Spánarsnigla í tugþúsundatali. Sniglarnir eru orðnir alger plága og virðist fjölga með hverju árinu. 20.8.2005 00:01
Vioxx tekið af markaði hér í fyrra Kviðdómur í Texas dæmdi í gær ekkju Bandaríkjamanns sem lést í kjölfar notkunar á verkjalyfinu Vioxx, 253 milljónir Bandaríkjadala í bætur. Það jafngildir 16,5 milljörðum króna. Vioxx var mikið notað hérlendis þar til í fyrra. 20.8.2005 00:01
Flóð valda usla í Rúmeníu Flóð halda áfram að valda usla í Rúmeníu, en síðustu fjóra daga hafa 14 manns látist og 1200 þurft að yfirgefa heimili sín vegna þeirra. Alls hafa 200 hús eyðilagst og 5.500 skemmst í flóðunum, að sögn innanríkisráðherra Rúmeníu, og þá eru 88 þorp án rafmagns. 20.8.2005 00:01
Náðu 276 kg af afmetamíni Búlgarska lögreglan lagði á dögunum hald á 276 kíló af amfetamínpillum í áhlaupi á rannsóknarstofu þar sem eiturlyf voru framleidd í suðurhluta Búlgaríu. Tveir menn voru handteknir í áhlaupinu en talið er að það hafi átta að senda amfetamínið til Miðausturlanda. Samkvæmt innanríkisráðuneyti Búlgaríu er götuverðmæti efnanna talið 40 milljónir dollara, en það samsvarar ríflega 2,5 milljörðum íslenskra króna. 20.8.2005 00:01
Alvarlegt slys í Afganistan Óttast er að allt að 20 manns hafi látist, þar á meðal konur og börn, þegar tvær rútur rákust saman í Zabul-héraði í Afganistan. Rúturnar komu hvor úr sinni áttinni en þær rákust saman á hraðbraut milli höfuðborgarinnar Kabúl og borgarinnar Kandahar í suðurhluta landsins. Um 30 manns slösuðust í árekstrinum. 20.8.2005 00:01
Spánverjar syrgja hermenn Sautján spænskir hermenn sem létust í þyrluslysi í Afganistan á þriðjudag voru jarðsettir í dag með mikilli viðhöfn. Meðal þeirra sem sóttu athöfnina, sem fram fór í höfuðstöðvum hersins í Madríd, voru spænsku konungshjónin og Jose Luis Zapatero, forsætisráðherra Spánar. Lýst hefur verið yfir tveggja daga þjóðarsorg á Spáni vegna atburðanna, en ekki er enn ljóst hvað olli því að þyrlan hrapaði til jarðar. 20.8.2005 00:01
Lögreglumenn vegnir í Dagestan Að minnsta kosti þrír lögreglumenn létust og fjórir særðust þegar bílsprengja sprakk í Dagestan í Rússlandi í dag. Interfax-fréttastofan greinir frá því að bíll, sem var hlaðinn sprengiefni, hafi sprungið við eina aðalumferðaræðina í Makhachkala, höfuðborg Dagestans, í þann mund sem lögregla ók þar fram hjá í eftirlitsferð. 20.8.2005 00:01
Ráðist á flokksskrifstofur í Írak Byssumenn réðust á skrifstofur Lýðræðisflokks Kúrdistans í Kirkuk í norðurhluta Íraks í dag og særðu þrjá menn sem stóðu vörð um skrifstofurnar. Árásin kom í kjölfar mótmæla í borginni á vegum arabískra stjórnmálamanna sem eru andvígir því að Írak verði sambandsríki. Þeir telja að með því muni Kúrdar ná völdum í borginni. 20.8.2005 00:01
Nýnasistar marséra í Kolding Um eitt hundrað danskir, sænskir og þýskir nýnasistar gengu um bæinn Kolding í Danmörku í dag til þess að minnast dánardægurs Rudolfs Hess. Þá mótmæltu nýnasistarnir því að þýsk stjórnvöld hefðu bannað samsvarandi göngu þar í landi í síðasta mánuði. Lögregla í Kolding fylgdist vel með hópnum og lagði hald á nokkur barefli sem fundust á mönnunum en hópurinn fékk ganga um höfn bæjarins. 20.8.2005 00:01
Kosið í Palestínu 25. janúar Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, greindi frá því í dag að þingkosningar í landinu færu fram 25. janúar á næsta ári. Upphaflega áttu þær að fara fram í júlí síðastliðnum en yfirvöld í Palestínu frestuðu þeim og báru við vandræðum með kosningalöggjöf og brottflutningi Ísraela frá landnemabyggðum á Gasa og Vesturbakkanum. 20.8.2005 00:01
Þúsundir Breta í mál við Merck Búast má við því þúsundir Breta leiti réttar síns gagnvart lyfjafyrirtækinu Merck eftir að kviðdómur í Texas úrskurðaði í gær að ekkju Bandaríkjamanns sem lést í kjölfar notkunar á verkjalyfinu Vioxx skyldu dæmdar bætur. Merck er gefið að sök að hafa leynt vitneskju um hættuleg aukaáhrif lyfsins, sem notað var gegn gigt, en rannsóknir sýndu að sá sem tók það í meira en átján mánuði var í tvöfalt meiri hættu að fá hjartaáfall. 20.8.2005 00:01
Hirtu þrjú tonn af kókaíni af báti Sjóherinn á Frönsku Gvæjana lagði á sunnudaginn hald á þrjú tonn af kókaíni af fiskibáti frá Venesúela. Frá þessu greindu yfirvöld á staðnum í dag. Eftir ábendingu frá bandarísku strandgæslunni fylgdust frönsk yfirvöld með bátnum og létu loks til skarar skríða á fransk-gvæjönsku hafsvæði. 20.8.2005 00:01
Munu áfram skjóta til að drepa Lögregla í Lundúnum mun ekki hverfa frá þeirri stefnu að skjóta til drepa menn sem hún telur að ætli að fremja hryðjuverk. Að þessari niðurstöðu komust lögregluyfirvöld eftir endurskoðun á stefnunni í kjölfar þess að Brasilíumaðurinn Jean Charles de Menezers var skotinn fyrir mistök á Stockwell-lestarstöðinni í Lundúnum 22. júlí síðastliðinn. 20.8.2005 00:01
HM í tangó í Argentínu Heimsmeistaramótið í tangódansi fer fram þessa dagana í Búenos Aíres í Argentínu. Á annað hundrað pör hófu keppni en nú eru þrjátíu eftir. Flest eru þau argentínsk, en tangóinn á rætur sínar þar. Hann varð til úr blöndu ýmissa dansa og alls konar tónlistar sem evrópskir innflytjendur fluttu með sér til Argentínu í byrjun síðustu aldar. 20.8.2005 00:01
Batt, pyntaði og myrti Dómstóll í Sedgwick-sýslu í Kansas dæmdi á fimmtudaginn Dennis Rader, betur þekktan sem BTK, í tífalt lífstíðarfangelsi. Þar með er endi bundinn á harmleik sem rekur sig þrjátíu ár aftur í tímann. 20.8.2005 00:01
Áhrif Vioxx rannsökuð hérlendis Ekki er vitað um nein dauðsföll hér á landi af völdum gigtarlyfsins Vioxx en það á þó að rannsaka betur. Merck & co. ætlar að áfrýja dómi um skaðabætur sem fyrirtækið var dæmt til að greiða. 20.8.2005 00:01
Lögreglan heldur áfram að skjóta Lundúnalögreglan ætlar ekki að láta af stefnu sinni að skjóta á grunaða sjálfsmorðsprengjumenn sem óhlýðnast skipunum þeirra. 20.8.2005 00:01
Kosningadagur ákveðinn Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar gaf út tilskipun í gær sem kveður á um að landið þar sem byggðir Ísraela á Gaza stóðu áður yrðu almenningseign. Auk þess tilkynnti hann að þingkosningar yrðu haldnar 25. janúar næstkomandi. 20.8.2005 00:01
Sprengjutilræði í Dagestan Þrír lögreglumenn biðu bana og fjöldi særðist í sprengjutilræði í Makhachkala, höfuðborg rússneska sjálfstjórnarhéraðsins Dagestan í Kákasusfjöllum. 20.8.2005 00:01
Handrit Einsteins fundið Handrit að ritgerð sem Albert Einstein birti árið 1925 fannst í skjalasafni Leiden-háskóla í Hollandi á dögunum. 20.8.2005 00:01
Skorar á múslima að sýna samstöðu Á fundi með múslimaleiðtogum í Köln í Þýskalandi í gær fordæmdi Benedikt páfi XVI "grimma öfgahyggju" hryðjuverkamanna og skoraði á múslima að taka höndum saman með kristnum mönum í baráttunni gegn þeim. 20.8.2005 00:01
Sjíar leggja áherslu á íslam Þegar aðeins dagur er til stefnu fyrir íraska stjórnmálaleiðtoga að semja uppkast til stjórnarskrár virðist sem fyrr allt í hnút. 20.8.2005 00:01
Mugabe með „hreinsunarátak“ Ríkisstjórn Roberts Mugabes heldur áfram svokölluðu „hreinsunarátaki" í kringum borgir landsins með því að sópa þúsundum manna sem búa í neyðarbúðum upp í bíla í skjóli myrkurs og skilja þær eftir vítt og breitt upp til sveita án nokkurrar aðstoðar. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa smyglað út myndum af ástandinu og segja það skelfilegt. 20.8.2005 00:01
Strangtrúaðir handteknir á Gaza Að minnsta kosti eitt hundrað strangtrúaðir gyðingar voru handteknir í gær fyrir að veita mótspyrnu þegar öryggissveitir reyndu að flytja þá sem enn voru á landnemabyggðum á Gasasvæðinu, á brott. 19.8.2005 00:01
Mo Mowlam látin Mo Mowlam, fyrrverandi Írlandsmálaráðherra Bretlands lést í morgun, 55 ára að aldri. Mowlam greindist með heilaæxli seint á síðasta áratug og hefur átt við veikindi að stríða frá því fyrr í þessum mánuði. Í síðustu viku var hún færð frá King's College sjúkrahúsinu á sjúkrastofnun í Canterbury í Kent. Mowlan sat í ríkisstjórn Tony Blair frá árinu 1997 til 2001. 19.8.2005 00:01
BTK morðinginn dæmdur BTK-fjöldamorðinginn, Dennis Rader, var í gær dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir dómstóli í Kansas í Bandaríkjunum. Rader sem er 60 ára gamall myrti 10 manns með hrottafengnum hætti í Kansas á árunum 1974 til 1991. 19.8.2005 00:01
Gíslatökumaður skotinn Öryggissveitir í Georgíu skutu í morgun mann til bana sem hafði ruðst inn í höfuðstöðvar ríkissjónvarpsins þar í landi. Maðurinn æddi inn á stöðina um klukkan fimm í morgun, tók nokkra gísla og krafðist þess að fá að tala við ríkissaksóknara. 19.8.2005 00:01
Yfir 90% undir fátæktarmörkum Yfir 90% íbúa Tsjetsjeníu lifa undir fátæktarmörkum. Þetta segir efnahags- og þróunarmálaráðherra Rússlands en fátækramörkin miðast við 72 evrur á mánuði eða sem nemur um 5.600 krónum. 19.8.2005 00:01
Ástæða fluglsyss enn óljós Frumrannsóknir á líkum farþeganna um borð í kýpversku farþegaþotunni sem fórst á Grikklandi í síðustu viku leiddu í ljós að engar líkur eru á að hættulegar lofttegundir hafi dreifst um vélina og valdið meðvitundarleysi eða dauða þeirra sem voru um borð. 19.8.2005 00:01
Grundfos mútaði ríkisstjórn Íraks Danska fyrirtækið Grundfos hefur gengist við því að hafa greitt embættismönnum í ríkisstjórn Saddams Hússeins mútur á þeim tíma sem áætlun Sameinuðu þjóðanna um olíu fyrir mat stóð yfir. 19.8.2005 00:01
Sýknaður og sakfelldur Mounir El Motassadeq, Marokkó-búi sem sakaður var um aðild að hryðjuverkaárásunum ellefta september, var í morgun sýknaður af þeim ákærum. Dómstóll í Hamborg fjallaði um mál mannsins sem var hins vegar sakfelldur fyrir að tilheyra hryðjuverkasamtökum. 19.8.2005 00:01
Mestu eldar frá 1945 Skógareldarnir sem geysað hafa um norðurhluta Portúgals í allt sumar hafa kostað alls tíu slökkviliðsmenn lífið. Yfir 100 hús hafa brunnið til kaldra kola vegna þeirra og 17 verksmiðjur. Þá hafa um 500 byggingar við bóndabæi orðið eldinum að bráð og yfir 135 þúsund hektarar lands eyðilagst. Eldarnir í ár eru þeir mestu í Portúgal frá árinu 1945. 19.8.2005 00:01
Ungmenni drukknuðu í helli í Utah Lík fjögurra ungmenna fundust í helli í Utah í Bandaríkjunum í gærkvöld. Fólkið, sem var á aldrinum 18 til 28 ára, hafði ætlað að reyna að synda í gegnum vatnsfyllt göng á milli tveggja hella en drukknað á leiðinni. Fimmti meðlimur hópsins hringdi á hjálp klukkutíma eftir að félagar hans höfðu synt af stað. 19.8.2005 00:01
Ian Blair segir ekki af sér Ian Blair, lögreglustjóri Lundúnaborgar, ætlar ekki að segja upp starfi sínu þrátt fyrir háværar kröfur þess efnis. Ástæðan eru rangfærslur hans eftir að brasilískur karlmaður var skotinn til bana í misgripum á neðanjarðarlestarstöð í borginni. 19.8.2005 00:01
Flugskeytum skotið að herskipum Þremur flugskeytum var skotið að tveimur bandarískum herskipum sem voru í höfn í Jórdaníu í morgun. Skeytin hæfðu þó ekki skotmarkið heldur lentu þau á birgðageymslu og sjúkrahúsi, þar sem einn hermaður féll, og svo í Eilat í Ísrael, sem er í níu kílómetra fjarlægð. 19.8.2005 00:01
Lögreglustjóri neitar ásökunum Yfirmaður Lundúnalögreglunnar, Ian Blair, neitar því staðfastlega að hafa reynt að hafa áhrif á rannsókn á dauða Brasílíumannsins Jean Charles de Menezes, sem lögreglumenn skutu til bana á neðanjarðarlestarstöð í Lundúnum í júlí. 19.8.2005 00:01
Vantar kvenlega varkárni í akstur Ef karlar ækju eins og konur létust helmingi færri í umferðinni. Þetta kemur fram í sænskri greiningu á bílslysum sem gerð var af sænska umferðaröryggiseftirlitinu. 19.8.2005 00:01
Sýknaður af aðild að 11. september Dómstóll í Hamborg dæmdi í gær Mounir el Motassadeq, marokkóskan mann sem búsettur er í Þýskalandi, fyrir að vera félagi í al-Kaída hryðjuverkasamtökunum. Hann var hins vegar sýknaður af þátttöku í hryðjuverkaárásunum 11. september 2001. 19.8.2005 00:01
Fylgið dalar Þegar rétt rúmar þrjár vikur eru til norsku þingkosninganna virðist fylgi Verkamannaflokksins og bandalagsflokka hans hafa dalað. 19.8.2005 00:01
Litrík stjórnmálakona látin Mo Mowlam var án efa með litríkustu stjórnmálamönnum Bretlands en hennar verður fyrst og fremst minnst fyrir þátt hennar í friðarferlinu á Norður-Írlandi. 19.8.2005 00:01
Vonir um grænlenska olíu Vonir eru bundnar við að olíulindir sé að finna úti fyrir Nuuk á vesturströnd Grænlands sem geti fært íbúum landsins allt að 700 milljörðum íslenskra króna í tekjur . 19.8.2005 00:01
Dönsk fyrirtæki krafin skýringa Rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur krafið yfir sjötíu dönsk fyrirtæki um skýringar á samskiptum sínum við Íraksstjórn meðan á olíusöluáætlun samtakanna stóð. 19.8.2005 00:01