Erlent

Sýknaður og sakfelldur

Mounir El Motassadeq, Marokkó-búi sem sakaður var um aðild að hryðjuverkaárásunum ellefta september, var í morgun sýknaður af þeim ákærum. Dómstóll í Hamborg fjallaði um mál mannsins sem var hins vegar sakfelldur fyrir að tilheyra hryðjuverkasamtökum. Þetta er í annað sinn sem sami dómstóll tekur mál Motassadeqs fyrir, en hæstiréttur Þýskalands ógilti fyrri úrskurðinn og vísaði málinu heim í hérað. Ný sönnunargögn komu til í þetta skiptið, meðal annars skriflegur vitnisburður frá al-Qaeda leiðtogum í haldi Bandaríkjamanna. Motassadeq var dæmdur í sjö ára fangelsi, en hann tilheyrði hópi í kringum Mohammed Atta, sem stýrði einni af flugvélunum ellefta september 2001.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×