Erlent

Fylgið dalar

Þegar rétt rúmar þrjár vikur eru til norsku þingkosninganna virðist fylgi Verkamannaflokksins og bandalagsflokka hans hafa dalað. Skoðanakönnun sem Opinion-fyrirtækð vann fyrir Aftenposten og NRK og birt var í vikunni sýnir að ef gengið yrði nú til kosninga fengju vinstriflokkarnir aðeins 86 þingsæti en 85 sæti þarf til að ná meirihluta á norska stórþinginu. Gallup-könnun fyrir TV2 bendir hins vegar til að bandalagið fengi 95 þingsæti. Staða stjórnarflokkanna er eftir sem áður heldur slæm en samkvæmt Opinion-könnuninni fengju þeir einungis 48 þingsæti ef kosið yrði nú.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×