Erlent

BTK morðinginn dæmdur

BTK-fjöldamorðinginn, Dennis Rader, var í gær dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir dómstóli í Kansas í Bandaríkjunum. Rader sem er 60 ára gamall myrti 10 manns með hrottafengnum hætti í Kansas á árunum 1974 til 1991. Rader virtist fullur eftirsjár í hálftíma langri ræðu sem hann hélt í réttarsalnum í gær og sagði meðal annars vona að einhvern tíma gætu aðstandendur fórnarlambanna hans, fyrirgefið honum. BTK stendur fyrir „Bind, torture, kill" eða binda, pynta, drepa. Rader kenndi sig sjálfur við þessa skammstöfun í ljósi þess hvað hann gerði við fórnarlömb sín.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×