Erlent

Vonir um grænlenska olíu

Vonir eru bundnar við að olíulindir sé að finna úti fyrir Nuuk á vesturströnd Grænlands sem geti fært íbúum landsins allt að 700 milljörðum íslenskra króna í tekjur . Kanadíska olíufélagið ElCana áformar að bora á svæðinu eigi síðar en árið 2008 en umtalsvert magn olíu er sagt í jarðlögum á hafsbotninum þar. "Á ákveðnum stöðum vellur olían hreinlega upp úr berggrunninum," er hermt í Jyllands-Posten. Talsmenn auðlindaskrifstofu Grænlands benda á að enn sé of snemmt að fullyrða að olíuna sé hægt að vinna en frumniðurstöður lofi hins vegar góðu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×