Erlent

Vantar kvenlega varkárni í akstur

Ef karlar ækju eins og konur létust helmingi færri í umferðinni. Þetta kemur fram í sænskri greiningu á bílslysum sem gerð var af sænska umferðaröryggiseftirlitinu. Þar kom fram að karlar aka mun hraðar, eru nær einir um ölvunarakstur og virða ekki umferðarlög til jafns á við konur. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að ef karlar ækju eins og konur mætti fækka bílslysum og dauðsföllum þeim tengdum um 50%. Einnig kom fram að ef karlar héldu sig innan hraðatakmarkana fækkaði dauðsföllum þeirra um 30% og ef þeir létu af ölvunarakstri þá fækkaði þeim um önnur 20%.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×