Erlent

Gíslatökumaður skotinn

Öryggissveitir í Georgíu skutu í morgun mann til bana sem hafði ruðst inn í höfuðstöðvar ríkissjónvarpsins þar í landi. Maðurinn æddi inn á stöðina um klukkan fimm í morgun, tók nokkra gísla og krafðist þess að fá að tala við ríkissaksóknara. Lögreglan reyndi að semja við manninn en þegar ljóst var að það gengi ekki, var ákveðið að skjóta manninn sem og var gert. Innanríkisráðuneytið hefur neitað að tjá sig um málið að svo stöddu en búist er þó við tilkynningu seinna í dag eða á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×