Fleiri fréttir Sex í haldi vegna þyrluslyss Bandarískir hermenn hafa handtekið sex einstaklinga sem grunaðir eru um að hafa átt þátt í að granda þyrlu norður af Bagdad á fimmtudaginn með þeim afleiðingum að tíu létust. 23.4.2005 00:01 Höfuðpaurinn gómaður Lögreglan í Osló í Noregi hefur handtekið 37 ára gamlan mann grunaðan um aðild að þjófnaði á tveimur málverkum úr Munch-safninu í ágúst í fyrra. 23.4.2005 00:01 Sátt virðist í sjónmáli Sátt virðist í sjónmáli í milliríkjadeilu Kínverja og Japana sem hefur farið stigvaxandi undanfarnar víkur. Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans og Hu Jintao, forseti Kína, funduðu saman í Indónesíu í gær þar sem fram fer ráðstefna leiðtoga Asíu- og Afríkuríkja. 23.4.2005 00:01 Biðst afsökunar á grimmdarverkum Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, hefur beðist afsökunar á grimmdarverkum Japana í Seinni heimsstyrjöld. Koizumi hélt í nótt ávarp á ráðstefnu Asíu- og Afríkuþjóða í Jakarta á Indónesíu og sagði þar að grimmdarverk Japana hefðu valdið öðrum Asíuþjóðum gríðarlegu tjóni og þjáningum. 22.4.2005 00:01 Skotbardagi í Kristjaníu Einn maður beið bana og þrír voru fluttir með skotsár á sjúkrahús eftir að til skotbardaga kom á Pusher Street í fríríkinu Kristjaníu í Kaupmannahöfn undir kvöld í gær. Árásarmennirnir fjórir komust undan í stolnum bíl og er þeirra enn leitað. Að sögn sjónarvotta beittu þeir m.a. vélbyssum. 22.4.2005 00:01 Játar aðild að hryðjuverkunum Marokkómaðurinn Zacarias Moussaoui mun í dag játa aðild sína að hryðjuverkunum 11. september árið 2001 fyrir dómstóli í Virginíu í Bandaríkjunum. Hann er sá eini sem þegar hefur verið ákærður í Bandaríkjunum vegna hryðjuverkanna og gæti átt yfir höfði sér dauðarefsingu. 22.4.2005 00:01 Lýsa ábyrgð á ódæðinu Hópur sem kallar sig „Íslamska herinn í Írak“ segist bera ábyrgð á því að búlgörsk þyrla var skotin niður í Írak í gær, með þeim afleiðingum að tíu manns létust. Þá segist hópurinn hafa náð þeim eina úr áhöfninni sem komst lífs af og að hann hafi verið drepinn í gær. 22.4.2005 00:01 62% Frakka andvíg Meira en 62 prósent Frakka ætla að hafna stjórnarskrá Evrópusambandsins, samkvæmt skoðanakönnun sem birtist í frönsku dagblaði í dag. Aldrei áður hefur andstaða við stjórnarskrána mælst meiri en sextíu prósent í skoðanakönnun í Frakklandi. 22.4.2005 00:01 Fjórir fallnir í Sádi-Arabíu Minnst fjórir hafa fallið í valinn í bardögum lögreglumanna og uppreisnarmanna í borginni Mekka í Sádi-Arabíu í gærkvöldi og í nótt. Bardagarnir byrjuðu þegar fjórir uppreisnarmenn í dulargervi reyndu að smygla sér inn í borgina í gærkvöldi. 22.4.2005 00:01 Japanar horfa mest á sjónvarp Japanar eiga heimsmetið í sjónvarpsglápi. Samkvæmt nýrri könnun horfa þeir að jafnaði á sjónvarp í um fimm klukkustundir á hverjum degi. Það er nærri klukkutíma meira en Grikkir sem horfa mest allra Evrópuþjóða á sjónvarp, eða í rétt rúmar fjórar klukkustundir á degi hverjum. 22.4.2005 00:01 Gæti valdi algjörri ringulreið Verði stjórnarskrá Evrópusambandsins hafnað gæti það valdið algjörri ringulreið. Þetta segir Peter Mandelson, viðskiptastjóri Evrópusambandsins. Hann telur að höfnun myndi hafa afar neikvæð áhrif á efnahagslíf innan sambandsins og að stöðnun væri líkleg. 22.4.2005 00:01 Enn beðið nýrrar stjórnar Enn verður bið á því að ný ríkisstjórn taki til starfa í Írak. Þetta sagði Jalal Talabani, forseti Íraks í viðtali í gærkvöldi. Hann segir að enn eigi eftir að nást samkomulag um það með hvaða hætti súnnítar muni koma að stjórninni, sem sé nauðsynlegt eigi að nást fram breið sátt allra landsmanna um hina nýju stjórn. 22.4.2005 00:01 HIV-sýktum fjölgar í Þýskalandi HIV-sýkingum meðal samkynhneigðra karlmanna í Þýskalandi fjölgar nú og er munurinn sex prósent á milli áranna 2003 og 2004. Ástæða þessa mun vera sú að smokkanotkun hefur minnkað og það færist í vöxt að ákveðnir þjóðfélagshópar stundi kynlíf án varna. 22.4.2005 00:01 Berlusconi myndi nýja stjórn Carlo Azeglio Ciampi, forseti Ítalíu, boðaði fyrir stundu Silvio Berlusconi á sinn fund síðdegis í dag. Þar hyggst hann biðja Berlusconi að mynda ríkisstjórn á ný. Ciampi hefur í gær og morgun fundað með leiðtogum ítalskra stjórnmálaflokka til að kanna hvort Berlusconi nyti nægilegs stuðnings til að mynda ríkisstjórn á ný. 22.4.2005 00:01 Gríðarleg öryggisgæsla á Spáni Gríðarleg öryggisgæsla er vegna réttarhalda yfir tuttugu og fjórum meintum hryðjuverkamönnum al-Qaida á Spáni. Krafist er sextíu þúsund ára fangelsis yfir hverjum þeirra. 22.4.2005 00:01 Ákæran á Clinton hefnd Herferð repúblíkana gegn Bill Clinton og ákæran á hendur honum vegna meinsæris voru hefnd fyrir ákæruna á hendur Richard Nixon. Þetta segir Henry Hyde, einhver reyndasti þingmaður repúblíkana á Bandaríkjaþingi og formaður dómsmálanefndar þingsins. 22.4.2005 00:01 Leiðtogar Kína og Japans funda Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, segist vera á leið til fundar við Hu Jintao, forseta Kína. Koizumi baðst fyrr í morgun opinberlega afsökunar á grimmdarverkum Japana í Seinni heimsstyrjöld. 22.4.2005 00:01 Flóttamenn efstir á blaði Flóttamenn og hælisleitendur eru efst á blaði í kosningabaráttunni í Bretlandi. Íhaldsmenn leggja ofuráherslu á að fækka innflytjendum og Blair forsætisráðherra tekur orðið í sama streng. 22.4.2005 00:01 Þýska mannætan aftur fyrir rétt Mál þýsku mannætunnar Armin Meiwes, sem dæmdur var í átta og hálfs árs fangelsi á síðasta ári fyrir að drepa mann og leggja hann sér til munns að því loknu, verður tekið upp að nýju. Hinn vægi dómur olli hneykslan víða um heim þegar hann féll. 22.4.2005 00:01 Upptaka af morði á borgurum Hryðjuverkamenn í Írak sendu í dag frá sér upptöku þar sem sjá má þyrlu með óbreyttum borgurum skotna niður. Blóðugar árásir kostuðu á annan tug lífið í Írak í dag. 22.4.2005 00:01 Berlusconi falin stjórnarmyndun Forseti Ítalíu fól í gær Silvio Berlusconi að mynda nýja ríkisstjórn. Tveimur dögum fyrr hafði Berlusconi beðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt í kjölfar mikils ósigurs stjórnarflokkanna í héraðskosningum. 22.4.2005 00:01 Skósprengjumaður dæmdur Dómstóll í Lundúnum dæmdi í gær Saajid Badat, breskan ríkisborgara af arabískum uppruna, til þrettán ára fangelsisvistar fyrir að hafa áformað að granda farþegaþotu með sprengiefni földu í skósólum sínum. Til refsimildunar taldist að hinn dæmdi hætti af sjálfsdáðum við að fremja hryðjuverkið. 22.4.2005 00:01 Moska sprengd og þyrlu grandað Bílsprengja sprakk við mosku sjía-múslima á meðan föstudagsbænir stóðu yfir í Bagdad í gær, með þeim afleiðingum að átta manns féllu í valinn og tuttugu særðust. Tveir hópar uppreisnarmanna eignuðu sér ábyrgð á því að hafa skotið niður þyrlu með ellafu manns. Þá var birt myndbandsupptaka sem sagt var að sýndi þrjá rúmenska gísla. 22.4.2005 00:01 Krefjast 60 þúsund ára fangelsis Sextíu þúsund ára fangelsisvistar er krafist yfir mönnum sem komu að skipulagningu hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin 11. september. Engin fordæmi eru fyrir annarri eins öryggisgæslu og við dómhúsið í Madríd á Spáni í dag. Þetta eru stærstu réttarhöld sem haldin hafa verið í Evrópu yfir meintum hryðjuverkamönnum al-Qaida. 22.4.2005 00:01 Sprengja sprakk við híbýli Allawis Öflug sprengja var sprengd fyrir utan híbýli bráðabirgðaforsætisráðherra Íraks, Iyads Allawis, í gærkvöldi. Í morgun lýsti al-Qaida í Írak því yfir að samtökin hefðu sent hryðjuverkamenn sína til þess að ráða Allawi af dögum. Mennirnir hefðu verið sendir til höfuðstöðva trúleysingjanna og bandamanna þeirra úr röðum gyðinga og kristinna. Allawi komst undan þessari ör, segir í tilkynningunni, en það eru fleiri örvar til. 21.4.2005 00:01 Afskipti ekki sögð tímabær Utanríkisráðherrar NATO-ríkjanna ræddu í gær hlutverk bandalagsins í Miðausturlöndum og komust að þeirri niðurstöðu að ekki væri tímabært fyrir NATO að hafa afskipti af framgangi mála þar. Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO, hefur lagt til að bandalagið styðji friðarsamkomulag fyrir botni Miðjarðarhafs verði þess farið á leit en þær hugmyndir voru ekki studdar. 21.4.2005 00:01 Kannar stuðning við Berlusconi Carlo Azeglio Ciampi, forseti Ítalíu, ræðir sem stendur við fulltrúa allra flokka á ítalska þinginu til að reyna að skera úr um hvort að Silvio Berlusconi njóti nægs stuðnings til að fá umboð til stjórnarmyndunar. Berlusconi sagði af sér embætti í gær en vill mynda nýja stjórn með sömu flokkum og mynduðu fyrri stjórnina. 21.4.2005 00:01 Þyrla skotin niður í Írak Níu eru taldir látnir eftir að þyrla var skotin niður í Írak í morgun. Þetta hefur Reuters-fréttaveitan eftir heimildarmanni innan Bandaríkjahers. Þyrlan var á ferð fyrir norðan Bagdad þegar henni var grandað, en um borð voru þrír í áhöfn og sex farþegar, allt óbreyttir borgarar. Ekki er vitað hverrar þjóðar þeir voru. 21.4.2005 00:01 Útiloka ekki trúarbragðastríð Blóðsúthellingar og pólitískar deilur magna spennuna í Írak og virðist sem trúarbragðastríð sé ekki útilokað. Í dag stóð til að greina frá skipan nýrrar ríkisstjórnar Íraks en því hefur verið frestað eftir að til deilna kom enn á ný í gærkvöldi. 21.4.2005 00:01 Vill breytingar í Hvíta-Rússlandi Hvíta-Rússland er síðasta einræðisríkið í Mið-Evrópu og þar er tímabært að breytingar verði gerðar, segir Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 21.4.2005 00:01 Jemenar læra af Íslendingum Stjórnvöld í Jemen hafa ákveðið að leita á náðir Íslendinga og læra af reynslu íslenskra stjórnvalda af rafrænum ríkisrekstri. Jemenar vilja fara að íslenskri fyrirmynd, segir í þarlendum fjölmiðlum, og auka færni, skilvísi og samskipti innan hins opinbera. Í <em>Yemen Times</em> segir að íslenska tilraunin hafi leitt í ljós að rafræn samskipti og samvinna ráðuneyta auki mjög á skilvirkni. 21.4.2005 00:01 Creuzfeld-Jakob finnst í Hollandi Hollensk stjórnvöld greindu frá því í dag að fyrsta tilfellið af Creuzfeld-Jakob sjúkdómnum hefði greinst í landinu. Að sögn talsmanna innanríkisráðuneytis Hollands greindist maður sem lagður var inn á sjúkrahús í borginni Utrecht með veikina, en hana má rekja til neyslu á kúariðusýktu kjöti. Heilbrigðisyfirvöld innan Evrópusambandsins hafa þegar verið látin vita af tilfellinu. 21.4.2005 00:01 Gutierrez fær hæli í Brasilíu Lucio Gutierrez, hinum brottrekna forseta Ekvadors, var í dag veitt pólitískt hæli í Brasilíu, daginn eftir að þing landsins vék honum úr embætti. Gutierrez leitaði til brasilíska sendiráðsins í Quito, höfuðborg Ekvadors, í gær í kjölfar brottvikningarinnar en eftirmaður hans, varaforsetinn Alfredo Palacio, hafði gefið út handtökuskipun á hendur honum. 21.4.2005 00:01 Létust í rútuslysi í Víetnam Þrjátíu og einn maður lét lífið þegar rúta ók út af fjallvegi í Kon Tum héraði í Víetnam í dag. Hinir látnu voru allir fyrrverandi hermenn á leið til Ho Chi Minh borgar til að minnast þess að 30 ár eru síðan Víetnamstríðinu lauk. Aðeins tveir úr rútunni lifðu slysið af, annar þeirra rútubílstjórinn. 21.4.2005 00:01 Segja 11 hafa farist með þyrlu Eigendur þyrlunnar sem skotin var niður í Írak í dag segja að ellefu hafi látist þegar hún féll til jarðar. Aðsögn talsmanna Heli Air, búlgarsks fyrirtækis sem átti þyrluna, lést þriggja manna búlgörsk áhöfn og sex bandarískir farþegar auk tveggja varða, en þjóðerni þeirra er ekki á hreinu. 21.4.2005 00:01 Sprengjuhótun í Tromsö Rýma þurfti flughöfnina í Tromsö í dag vegna sprengjuhótunar sem barst um síma. Það var klukkan rúmlega hálfþrjú að staðartíma, eða klukkan eitt að íslenskum tíma, sem maður hringdi í lögregluna í Tromsö og greindi frá því að búið væri að koma fyrir sprengju í flughöfninni og hún myndi springa klukkan þrjú. 21.4.2005 00:01 Lifði af tvær bjarndýrsárásir Fimmtugur maður í Alaska lenti í heldur óskemmtilegri reynslu snemma í síðustu viku þegar björn réðst á hann þar sem hann var að skokka. Þetta væri kannski ekki í frásögur færandi ef þetta væri ekki annað sinn sem hann verður fyrir árás bjarndýrs. Fyrir 38 árum réðst björn á hann þar sem hann var í göngutúr í skógi í Alaska en þá slapp hann með skrámur á höndum og fótum. 21.4.2005 00:01 Vilja fresta brottflutningi Ísraelsk varnarmálayfirvöld hafa lagt það til að því verði frestað um nokkrar vikur að hefja brottflutningi landnema af Gasasvæðinu. Til stóð að hefja flutningana síðla júlímánaðar en nú fara Ísraelar fram á það að þeir byrji ekki fyrr en um miðjan ágúst. Ástæða seinkunarinnar er sú að brottflutningurinn stangast á við sorgartímabil gyðinga en þá minnast þeir þess að tvö hof frá tímum Biblíunnar hafi voru eyðilögð. 21.4.2005 00:01 Samþykktu hjónabönd samkynhneigðra Spánn færðist í dag skrefi nær því að leyfa hjónabönd samkynhneigðra þegar neðri deild spænska þingsins samþykkti frumvarp þessa efnis. Það var sósílaistastjórn Joses Luis Zapateros sem lagði fram frumvarpið, en hún hefur beitt sér fyrir ýmsum umbótum frá því að hún komst til valda í landinu í fyrra. 21.4.2005 00:01 Andstaða í Frakklandi eykst Andstæðingum stjórnarskrár Evrópusambandsins í Frakklandi vex enn ásmegin því samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í dag eru 58 prósent andvíg henni. Þetta er mesta andstaða sem mælst hefur gegn stjórnarskránni í landinu, en gengið verður til þjóðaratkvæðagreiðslu 29. maí næstkomandi. 21.4.2005 00:01 Sodano aftur æðsti maður Páfagarðs Benedikt sextándi, nýkjörinn páfi, skipaði í kardínálanna Angelo Sodano aftur æðsta yfirmann Vatíkansins, en hann gengdi því starfi einnig þegar Jóhannes Páll annar var við völd í Vatíkaninu. Þá verða flestir æðstu menn Páfagarðs áfram í sínum störfum sem bendir til þess að Benedikt vilji starfa í anda Jóhannesar Páls. 21.4.2005 00:01 Stjórnmálaþjark í skugga árása Trúarbragðadeilur fara harðnandi í Írak og árásum hryðjuverkamanna fjölgar sífellt. Á meðan þjarka stjórnmálamenn um embætti og völd en leysa ekki ærinn vanda sem við blasir. Varað er við myndum í þessari frétt. 21.4.2005 00:01 Vonast til að halda embætti Silvio Berlusconi vonast enn til að halda forsætisráðherraembættinu á Ítalíu en forseti landsins kannar hvort hann nýtur til þess stuðnings. Fleiri vandamál blasa þó við Berlusconi en hugsanlegar þingkosningar. 21.4.2005 00:01 För geimskutlu frestað um viku Fyrsta flugi geimskutlu frá Columbiu-slysinu árið 2003 hefur verið frestað um viku. Geimskutlan Discovery átti upphaflega að taka á loft 15. maí en því var frestað til 22. Þannig er unnt að binda alla lausa enda og tryggja örugga ferð, segja yfirmenn bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA. 21.4.2005 00:01 Gutierrez flúinn til Brasilíu Brasilísk stjórnvöld hafa skotið skjólshúsi yfir Lucio Gutierrez, fyrrum forseta Ekvador, sem ekvadorska þingið svipti völdum á miðvikudag. Gutierrez, sem um hríð hefur verið sakaður um valdníðslu, dvelur nú í brasilíska sendiráðinu í Quito en verður fluttur til Brasilíu innan skamms. 21.4.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Sex í haldi vegna þyrluslyss Bandarískir hermenn hafa handtekið sex einstaklinga sem grunaðir eru um að hafa átt þátt í að granda þyrlu norður af Bagdad á fimmtudaginn með þeim afleiðingum að tíu létust. 23.4.2005 00:01
Höfuðpaurinn gómaður Lögreglan í Osló í Noregi hefur handtekið 37 ára gamlan mann grunaðan um aðild að þjófnaði á tveimur málverkum úr Munch-safninu í ágúst í fyrra. 23.4.2005 00:01
Sátt virðist í sjónmáli Sátt virðist í sjónmáli í milliríkjadeilu Kínverja og Japana sem hefur farið stigvaxandi undanfarnar víkur. Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans og Hu Jintao, forseti Kína, funduðu saman í Indónesíu í gær þar sem fram fer ráðstefna leiðtoga Asíu- og Afríkuríkja. 23.4.2005 00:01
Biðst afsökunar á grimmdarverkum Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, hefur beðist afsökunar á grimmdarverkum Japana í Seinni heimsstyrjöld. Koizumi hélt í nótt ávarp á ráðstefnu Asíu- og Afríkuþjóða í Jakarta á Indónesíu og sagði þar að grimmdarverk Japana hefðu valdið öðrum Asíuþjóðum gríðarlegu tjóni og þjáningum. 22.4.2005 00:01
Skotbardagi í Kristjaníu Einn maður beið bana og þrír voru fluttir með skotsár á sjúkrahús eftir að til skotbardaga kom á Pusher Street í fríríkinu Kristjaníu í Kaupmannahöfn undir kvöld í gær. Árásarmennirnir fjórir komust undan í stolnum bíl og er þeirra enn leitað. Að sögn sjónarvotta beittu þeir m.a. vélbyssum. 22.4.2005 00:01
Játar aðild að hryðjuverkunum Marokkómaðurinn Zacarias Moussaoui mun í dag játa aðild sína að hryðjuverkunum 11. september árið 2001 fyrir dómstóli í Virginíu í Bandaríkjunum. Hann er sá eini sem þegar hefur verið ákærður í Bandaríkjunum vegna hryðjuverkanna og gæti átt yfir höfði sér dauðarefsingu. 22.4.2005 00:01
Lýsa ábyrgð á ódæðinu Hópur sem kallar sig „Íslamska herinn í Írak“ segist bera ábyrgð á því að búlgörsk þyrla var skotin niður í Írak í gær, með þeim afleiðingum að tíu manns létust. Þá segist hópurinn hafa náð þeim eina úr áhöfninni sem komst lífs af og að hann hafi verið drepinn í gær. 22.4.2005 00:01
62% Frakka andvíg Meira en 62 prósent Frakka ætla að hafna stjórnarskrá Evrópusambandsins, samkvæmt skoðanakönnun sem birtist í frönsku dagblaði í dag. Aldrei áður hefur andstaða við stjórnarskrána mælst meiri en sextíu prósent í skoðanakönnun í Frakklandi. 22.4.2005 00:01
Fjórir fallnir í Sádi-Arabíu Minnst fjórir hafa fallið í valinn í bardögum lögreglumanna og uppreisnarmanna í borginni Mekka í Sádi-Arabíu í gærkvöldi og í nótt. Bardagarnir byrjuðu þegar fjórir uppreisnarmenn í dulargervi reyndu að smygla sér inn í borgina í gærkvöldi. 22.4.2005 00:01
Japanar horfa mest á sjónvarp Japanar eiga heimsmetið í sjónvarpsglápi. Samkvæmt nýrri könnun horfa þeir að jafnaði á sjónvarp í um fimm klukkustundir á hverjum degi. Það er nærri klukkutíma meira en Grikkir sem horfa mest allra Evrópuþjóða á sjónvarp, eða í rétt rúmar fjórar klukkustundir á degi hverjum. 22.4.2005 00:01
Gæti valdi algjörri ringulreið Verði stjórnarskrá Evrópusambandsins hafnað gæti það valdið algjörri ringulreið. Þetta segir Peter Mandelson, viðskiptastjóri Evrópusambandsins. Hann telur að höfnun myndi hafa afar neikvæð áhrif á efnahagslíf innan sambandsins og að stöðnun væri líkleg. 22.4.2005 00:01
Enn beðið nýrrar stjórnar Enn verður bið á því að ný ríkisstjórn taki til starfa í Írak. Þetta sagði Jalal Talabani, forseti Íraks í viðtali í gærkvöldi. Hann segir að enn eigi eftir að nást samkomulag um það með hvaða hætti súnnítar muni koma að stjórninni, sem sé nauðsynlegt eigi að nást fram breið sátt allra landsmanna um hina nýju stjórn. 22.4.2005 00:01
HIV-sýktum fjölgar í Þýskalandi HIV-sýkingum meðal samkynhneigðra karlmanna í Þýskalandi fjölgar nú og er munurinn sex prósent á milli áranna 2003 og 2004. Ástæða þessa mun vera sú að smokkanotkun hefur minnkað og það færist í vöxt að ákveðnir þjóðfélagshópar stundi kynlíf án varna. 22.4.2005 00:01
Berlusconi myndi nýja stjórn Carlo Azeglio Ciampi, forseti Ítalíu, boðaði fyrir stundu Silvio Berlusconi á sinn fund síðdegis í dag. Þar hyggst hann biðja Berlusconi að mynda ríkisstjórn á ný. Ciampi hefur í gær og morgun fundað með leiðtogum ítalskra stjórnmálaflokka til að kanna hvort Berlusconi nyti nægilegs stuðnings til að mynda ríkisstjórn á ný. 22.4.2005 00:01
Gríðarleg öryggisgæsla á Spáni Gríðarleg öryggisgæsla er vegna réttarhalda yfir tuttugu og fjórum meintum hryðjuverkamönnum al-Qaida á Spáni. Krafist er sextíu þúsund ára fangelsis yfir hverjum þeirra. 22.4.2005 00:01
Ákæran á Clinton hefnd Herferð repúblíkana gegn Bill Clinton og ákæran á hendur honum vegna meinsæris voru hefnd fyrir ákæruna á hendur Richard Nixon. Þetta segir Henry Hyde, einhver reyndasti þingmaður repúblíkana á Bandaríkjaþingi og formaður dómsmálanefndar þingsins. 22.4.2005 00:01
Leiðtogar Kína og Japans funda Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, segist vera á leið til fundar við Hu Jintao, forseta Kína. Koizumi baðst fyrr í morgun opinberlega afsökunar á grimmdarverkum Japana í Seinni heimsstyrjöld. 22.4.2005 00:01
Flóttamenn efstir á blaði Flóttamenn og hælisleitendur eru efst á blaði í kosningabaráttunni í Bretlandi. Íhaldsmenn leggja ofuráherslu á að fækka innflytjendum og Blair forsætisráðherra tekur orðið í sama streng. 22.4.2005 00:01
Þýska mannætan aftur fyrir rétt Mál þýsku mannætunnar Armin Meiwes, sem dæmdur var í átta og hálfs árs fangelsi á síðasta ári fyrir að drepa mann og leggja hann sér til munns að því loknu, verður tekið upp að nýju. Hinn vægi dómur olli hneykslan víða um heim þegar hann féll. 22.4.2005 00:01
Upptaka af morði á borgurum Hryðjuverkamenn í Írak sendu í dag frá sér upptöku þar sem sjá má þyrlu með óbreyttum borgurum skotna niður. Blóðugar árásir kostuðu á annan tug lífið í Írak í dag. 22.4.2005 00:01
Berlusconi falin stjórnarmyndun Forseti Ítalíu fól í gær Silvio Berlusconi að mynda nýja ríkisstjórn. Tveimur dögum fyrr hafði Berlusconi beðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt í kjölfar mikils ósigurs stjórnarflokkanna í héraðskosningum. 22.4.2005 00:01
Skósprengjumaður dæmdur Dómstóll í Lundúnum dæmdi í gær Saajid Badat, breskan ríkisborgara af arabískum uppruna, til þrettán ára fangelsisvistar fyrir að hafa áformað að granda farþegaþotu með sprengiefni földu í skósólum sínum. Til refsimildunar taldist að hinn dæmdi hætti af sjálfsdáðum við að fremja hryðjuverkið. 22.4.2005 00:01
Moska sprengd og þyrlu grandað Bílsprengja sprakk við mosku sjía-múslima á meðan föstudagsbænir stóðu yfir í Bagdad í gær, með þeim afleiðingum að átta manns féllu í valinn og tuttugu særðust. Tveir hópar uppreisnarmanna eignuðu sér ábyrgð á því að hafa skotið niður þyrlu með ellafu manns. Þá var birt myndbandsupptaka sem sagt var að sýndi þrjá rúmenska gísla. 22.4.2005 00:01
Krefjast 60 þúsund ára fangelsis Sextíu þúsund ára fangelsisvistar er krafist yfir mönnum sem komu að skipulagningu hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin 11. september. Engin fordæmi eru fyrir annarri eins öryggisgæslu og við dómhúsið í Madríd á Spáni í dag. Þetta eru stærstu réttarhöld sem haldin hafa verið í Evrópu yfir meintum hryðjuverkamönnum al-Qaida. 22.4.2005 00:01
Sprengja sprakk við híbýli Allawis Öflug sprengja var sprengd fyrir utan híbýli bráðabirgðaforsætisráðherra Íraks, Iyads Allawis, í gærkvöldi. Í morgun lýsti al-Qaida í Írak því yfir að samtökin hefðu sent hryðjuverkamenn sína til þess að ráða Allawi af dögum. Mennirnir hefðu verið sendir til höfuðstöðva trúleysingjanna og bandamanna þeirra úr röðum gyðinga og kristinna. Allawi komst undan þessari ör, segir í tilkynningunni, en það eru fleiri örvar til. 21.4.2005 00:01
Afskipti ekki sögð tímabær Utanríkisráðherrar NATO-ríkjanna ræddu í gær hlutverk bandalagsins í Miðausturlöndum og komust að þeirri niðurstöðu að ekki væri tímabært fyrir NATO að hafa afskipti af framgangi mála þar. Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO, hefur lagt til að bandalagið styðji friðarsamkomulag fyrir botni Miðjarðarhafs verði þess farið á leit en þær hugmyndir voru ekki studdar. 21.4.2005 00:01
Kannar stuðning við Berlusconi Carlo Azeglio Ciampi, forseti Ítalíu, ræðir sem stendur við fulltrúa allra flokka á ítalska þinginu til að reyna að skera úr um hvort að Silvio Berlusconi njóti nægs stuðnings til að fá umboð til stjórnarmyndunar. Berlusconi sagði af sér embætti í gær en vill mynda nýja stjórn með sömu flokkum og mynduðu fyrri stjórnina. 21.4.2005 00:01
Þyrla skotin niður í Írak Níu eru taldir látnir eftir að þyrla var skotin niður í Írak í morgun. Þetta hefur Reuters-fréttaveitan eftir heimildarmanni innan Bandaríkjahers. Þyrlan var á ferð fyrir norðan Bagdad þegar henni var grandað, en um borð voru þrír í áhöfn og sex farþegar, allt óbreyttir borgarar. Ekki er vitað hverrar þjóðar þeir voru. 21.4.2005 00:01
Útiloka ekki trúarbragðastríð Blóðsúthellingar og pólitískar deilur magna spennuna í Írak og virðist sem trúarbragðastríð sé ekki útilokað. Í dag stóð til að greina frá skipan nýrrar ríkisstjórnar Íraks en því hefur verið frestað eftir að til deilna kom enn á ný í gærkvöldi. 21.4.2005 00:01
Vill breytingar í Hvíta-Rússlandi Hvíta-Rússland er síðasta einræðisríkið í Mið-Evrópu og þar er tímabært að breytingar verði gerðar, segir Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 21.4.2005 00:01
Jemenar læra af Íslendingum Stjórnvöld í Jemen hafa ákveðið að leita á náðir Íslendinga og læra af reynslu íslenskra stjórnvalda af rafrænum ríkisrekstri. Jemenar vilja fara að íslenskri fyrirmynd, segir í þarlendum fjölmiðlum, og auka færni, skilvísi og samskipti innan hins opinbera. Í <em>Yemen Times</em> segir að íslenska tilraunin hafi leitt í ljós að rafræn samskipti og samvinna ráðuneyta auki mjög á skilvirkni. 21.4.2005 00:01
Creuzfeld-Jakob finnst í Hollandi Hollensk stjórnvöld greindu frá því í dag að fyrsta tilfellið af Creuzfeld-Jakob sjúkdómnum hefði greinst í landinu. Að sögn talsmanna innanríkisráðuneytis Hollands greindist maður sem lagður var inn á sjúkrahús í borginni Utrecht með veikina, en hana má rekja til neyslu á kúariðusýktu kjöti. Heilbrigðisyfirvöld innan Evrópusambandsins hafa þegar verið látin vita af tilfellinu. 21.4.2005 00:01
Gutierrez fær hæli í Brasilíu Lucio Gutierrez, hinum brottrekna forseta Ekvadors, var í dag veitt pólitískt hæli í Brasilíu, daginn eftir að þing landsins vék honum úr embætti. Gutierrez leitaði til brasilíska sendiráðsins í Quito, höfuðborg Ekvadors, í gær í kjölfar brottvikningarinnar en eftirmaður hans, varaforsetinn Alfredo Palacio, hafði gefið út handtökuskipun á hendur honum. 21.4.2005 00:01
Létust í rútuslysi í Víetnam Þrjátíu og einn maður lét lífið þegar rúta ók út af fjallvegi í Kon Tum héraði í Víetnam í dag. Hinir látnu voru allir fyrrverandi hermenn á leið til Ho Chi Minh borgar til að minnast þess að 30 ár eru síðan Víetnamstríðinu lauk. Aðeins tveir úr rútunni lifðu slysið af, annar þeirra rútubílstjórinn. 21.4.2005 00:01
Segja 11 hafa farist með þyrlu Eigendur þyrlunnar sem skotin var niður í Írak í dag segja að ellefu hafi látist þegar hún féll til jarðar. Aðsögn talsmanna Heli Air, búlgarsks fyrirtækis sem átti þyrluna, lést þriggja manna búlgörsk áhöfn og sex bandarískir farþegar auk tveggja varða, en þjóðerni þeirra er ekki á hreinu. 21.4.2005 00:01
Sprengjuhótun í Tromsö Rýma þurfti flughöfnina í Tromsö í dag vegna sprengjuhótunar sem barst um síma. Það var klukkan rúmlega hálfþrjú að staðartíma, eða klukkan eitt að íslenskum tíma, sem maður hringdi í lögregluna í Tromsö og greindi frá því að búið væri að koma fyrir sprengju í flughöfninni og hún myndi springa klukkan þrjú. 21.4.2005 00:01
Lifði af tvær bjarndýrsárásir Fimmtugur maður í Alaska lenti í heldur óskemmtilegri reynslu snemma í síðustu viku þegar björn réðst á hann þar sem hann var að skokka. Þetta væri kannski ekki í frásögur færandi ef þetta væri ekki annað sinn sem hann verður fyrir árás bjarndýrs. Fyrir 38 árum réðst björn á hann þar sem hann var í göngutúr í skógi í Alaska en þá slapp hann með skrámur á höndum og fótum. 21.4.2005 00:01
Vilja fresta brottflutningi Ísraelsk varnarmálayfirvöld hafa lagt það til að því verði frestað um nokkrar vikur að hefja brottflutningi landnema af Gasasvæðinu. Til stóð að hefja flutningana síðla júlímánaðar en nú fara Ísraelar fram á það að þeir byrji ekki fyrr en um miðjan ágúst. Ástæða seinkunarinnar er sú að brottflutningurinn stangast á við sorgartímabil gyðinga en þá minnast þeir þess að tvö hof frá tímum Biblíunnar hafi voru eyðilögð. 21.4.2005 00:01
Samþykktu hjónabönd samkynhneigðra Spánn færðist í dag skrefi nær því að leyfa hjónabönd samkynhneigðra þegar neðri deild spænska þingsins samþykkti frumvarp þessa efnis. Það var sósílaistastjórn Joses Luis Zapateros sem lagði fram frumvarpið, en hún hefur beitt sér fyrir ýmsum umbótum frá því að hún komst til valda í landinu í fyrra. 21.4.2005 00:01
Andstaða í Frakklandi eykst Andstæðingum stjórnarskrár Evrópusambandsins í Frakklandi vex enn ásmegin því samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í dag eru 58 prósent andvíg henni. Þetta er mesta andstaða sem mælst hefur gegn stjórnarskránni í landinu, en gengið verður til þjóðaratkvæðagreiðslu 29. maí næstkomandi. 21.4.2005 00:01
Sodano aftur æðsti maður Páfagarðs Benedikt sextándi, nýkjörinn páfi, skipaði í kardínálanna Angelo Sodano aftur æðsta yfirmann Vatíkansins, en hann gengdi því starfi einnig þegar Jóhannes Páll annar var við völd í Vatíkaninu. Þá verða flestir æðstu menn Páfagarðs áfram í sínum störfum sem bendir til þess að Benedikt vilji starfa í anda Jóhannesar Páls. 21.4.2005 00:01
Stjórnmálaþjark í skugga árása Trúarbragðadeilur fara harðnandi í Írak og árásum hryðjuverkamanna fjölgar sífellt. Á meðan þjarka stjórnmálamenn um embætti og völd en leysa ekki ærinn vanda sem við blasir. Varað er við myndum í þessari frétt. 21.4.2005 00:01
Vonast til að halda embætti Silvio Berlusconi vonast enn til að halda forsætisráðherraembættinu á Ítalíu en forseti landsins kannar hvort hann nýtur til þess stuðnings. Fleiri vandamál blasa þó við Berlusconi en hugsanlegar þingkosningar. 21.4.2005 00:01
För geimskutlu frestað um viku Fyrsta flugi geimskutlu frá Columbiu-slysinu árið 2003 hefur verið frestað um viku. Geimskutlan Discovery átti upphaflega að taka á loft 15. maí en því var frestað til 22. Þannig er unnt að binda alla lausa enda og tryggja örugga ferð, segja yfirmenn bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA. 21.4.2005 00:01
Gutierrez flúinn til Brasilíu Brasilísk stjórnvöld hafa skotið skjólshúsi yfir Lucio Gutierrez, fyrrum forseta Ekvador, sem ekvadorska þingið svipti völdum á miðvikudag. Gutierrez, sem um hríð hefur verið sakaður um valdníðslu, dvelur nú í brasilíska sendiráðinu í Quito en verður fluttur til Brasilíu innan skamms. 21.4.2005 00:01
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent