Erlent

HIV-sýktum fjölgar í Þýskalandi

HIV-sýkingum meðal samkynhneigðra karlmanna í Þýskalandi fjölgar nú og er munurinn sex prósent á milli áranna 2003 og 2004. Ástæða þessa mun vera sú að smokkanotkun hefur minnkað og það færist í vöxt að ákveðnir þjóðfélagshópar stundi kynlíf án varna. Árið 2000 kváðust 78 prósent einhleypra Þjóðverja nota smokka en í fyrra var hlutfallið 70 prósent. Heilbrigðissérfræðingar telja ástæðuna þá að meðferðarmöguleikar við HIV-veirunni eru nú fleiri og lyf halda henni oft niðri í langan tíma. Því virðist sem óábyrgt kynlíf sé nú vinsælt, jafnvel á meðal homma sem upplifðu sjálfir níunda áratuginn þegar alnæmi kostaði ófá mannslíf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×