Erlent

Sex í haldi vegna þyrluslyss

Bandarískir hermenn hafa handtekið sex einstaklinga sem grunaðir eru um að hafa átt þátt í að granda þyrlu norður af Bagdad á fimmtudaginn með þeim afleiðingum að tíu létust. Í þyrlunni, sem var eign öryggisfyrirtækis frá Búlgaríu, voru almennir borgarar sem voru á leið frá höfuðborginni til Tikrit í norðurhluta landsins þegar hún var skotin niður. Atvikið þegar hún var skotin niður náðist á myndband sem sýnt var á sjónvarpsstöðvum daginn eftir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×