Erlent

Afskipti ekki sögð tímabær

Utanríkisráðherrar NATO-ríkjanna ræddu í gær hlutverk bandalagsins í Miðausturlöndum og komust að þeirri niðurstöðu að ekki væri tímabært fyrir NATO að hafa afskipti af framgangi mála þar. Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO, hefur lagt til að bandalagið styðji friðarsamkomulag fyrir botni Miðjarðarhafs verði þess farið á leit en þær hugmyndir voru ekki studdar. Fundur utanríkisráðherrana fer fram í Vilnius og Litháen og þar reyna Bandaríkjamenn að afla breiðs stuðnings í lykilmálum eftir harðvítugar deilur vegna Írakstríðsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×