„Erfið stund en mikilvæg“ Bjarki Sigurðsson skrifar 30. ágúst 2025 12:22 Bríet Irma ásamt móður sinni og dóttur. Facebook Prestur segir röð áfalla á Austurlandi síðasta rúma árið hafa mikil áhrif á samfélagið þar. Mikilvægt sé að svara ákalli fjölskyldu konu sem féll fyrir eigin hendi, um úrbætur í geðheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni svo fleiri fjölskyldur þurfi ekki að upplifa slíkan harmleik. Samfélagið á Fáskrúðsfirði og nágrenni er harmi slegið eftir að Bríet Irma Ómarsdóttir, 24 ára, féll frá eftir langvarandi baráttu við andleg veikindi. Stutt er frá fyrri áföllum á svæðinu, en í fyrrasumar lést barn á leikskólaaldri í Neskaupstað eftir skammvinn veikindi, faðir þess lést að slysförum skömmu síðar og létust tveir ungir karlmenn, annar þeirra búsettur á Fáskrúðsfirði, sviplega í ágúst og september. Þá voru hjón myrt í Neskaupstað í ágúst. Mikil samstaða Benjamín Hrafn Böðvarsson, prestur í Austfjarðaprestakalli, segir þetta þungt fyrir íbúa svæðisins. Hann leiddi minningarathöfn um Bríeti í Fáskrúðsfjarðarkirkju á fimmtudag. „Það var mjög erfið stund. Við komum saman í kirkjunni á fimmtudaginn og það var troðfull kirkja. Svo var streymt yfir í safnaðarheimilið og skólann og það var fullt alls staðar. Það var mikil samstaða. Þetta var erfið stund en þetta var mikilvæg stund. Við höfum lært það í gegnum þessi áföll að við þurfum samfélagið að koma saman, sýna þennan samhug og hluttekningu í sorginni,“ segir Benjamín. Ónægir geðheilbrigðisinnviðir á Austurlandi Tvíburasystir Bríetar, Marín Ösp Ómarsdóttir, minntist systur sinnar í færslu á samfélagsmiðlum í gær. Þar gagnrýndi hún stjórnvöld fyrir aðgerðaleysi í geðheilbrigðismálum á landsbyggðinni, en tíðni sjálfsvíga þar er hærri en á höfuðborgarsvæðinu. „Við getum ekki breytt því sem gerðist, en við getum og verðum að breyta því sem gerist næst,“ skrifaði Marín. „Ég held að það endurspegli þessar tilfinningar sem eru ríkjandi hér. Fólk er komið með nóg af því hvernig geðheilbrigðiskerfið nær illa utan þessa viðkvæmu hópa fólks sem eru í sjálfsvígshættu. Hún nefnir það meðal annars í þessari grein að það virðist vera aukið hlutfall fólks í sjálfsvígshættu hér á Austurlandi og ekki nógu góðir innviðir. Ég held að viðbragð fólks almennt felist í þessu ákalli um að það þurfi að gera betur í geðheilbrigðismálum. Ég tek heilshugar undir það. Þetta er eitt mikilvægasta atriðið sem við þurfum að skoða svo fleiri þurfi ekki að ganga í gegnum þessi þungu skref sem fjölskyldan er að ganga í gegnum núna,“ segir Benjamín Hrafn Böðvarsson, prestur í Austfjarðaprestakalli. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Geðheilbrigði Fjarðabyggð Heilbrigðismál Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Fleiri fréttir Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjá meira
Samfélagið á Fáskrúðsfirði og nágrenni er harmi slegið eftir að Bríet Irma Ómarsdóttir, 24 ára, féll frá eftir langvarandi baráttu við andleg veikindi. Stutt er frá fyrri áföllum á svæðinu, en í fyrrasumar lést barn á leikskólaaldri í Neskaupstað eftir skammvinn veikindi, faðir þess lést að slysförum skömmu síðar og létust tveir ungir karlmenn, annar þeirra búsettur á Fáskrúðsfirði, sviplega í ágúst og september. Þá voru hjón myrt í Neskaupstað í ágúst. Mikil samstaða Benjamín Hrafn Böðvarsson, prestur í Austfjarðaprestakalli, segir þetta þungt fyrir íbúa svæðisins. Hann leiddi minningarathöfn um Bríeti í Fáskrúðsfjarðarkirkju á fimmtudag. „Það var mjög erfið stund. Við komum saman í kirkjunni á fimmtudaginn og það var troðfull kirkja. Svo var streymt yfir í safnaðarheimilið og skólann og það var fullt alls staðar. Það var mikil samstaða. Þetta var erfið stund en þetta var mikilvæg stund. Við höfum lært það í gegnum þessi áföll að við þurfum samfélagið að koma saman, sýna þennan samhug og hluttekningu í sorginni,“ segir Benjamín. Ónægir geðheilbrigðisinnviðir á Austurlandi Tvíburasystir Bríetar, Marín Ösp Ómarsdóttir, minntist systur sinnar í færslu á samfélagsmiðlum í gær. Þar gagnrýndi hún stjórnvöld fyrir aðgerðaleysi í geðheilbrigðismálum á landsbyggðinni, en tíðni sjálfsvíga þar er hærri en á höfuðborgarsvæðinu. „Við getum ekki breytt því sem gerðist, en við getum og verðum að breyta því sem gerist næst,“ skrifaði Marín. „Ég held að það endurspegli þessar tilfinningar sem eru ríkjandi hér. Fólk er komið með nóg af því hvernig geðheilbrigðiskerfið nær illa utan þessa viðkvæmu hópa fólks sem eru í sjálfsvígshættu. Hún nefnir það meðal annars í þessari grein að það virðist vera aukið hlutfall fólks í sjálfsvígshættu hér á Austurlandi og ekki nógu góðir innviðir. Ég held að viðbragð fólks almennt felist í þessu ákalli um að það þurfi að gera betur í geðheilbrigðismálum. Ég tek heilshugar undir það. Þetta er eitt mikilvægasta atriðið sem við þurfum að skoða svo fleiri þurfi ekki að ganga í gegnum þessi þungu skref sem fjölskyldan er að ganga í gegnum núna,“ segir Benjamín Hrafn Böðvarsson, prestur í Austfjarðaprestakalli. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Geðheilbrigði Fjarðabyggð Heilbrigðismál Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Fleiri fréttir Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir