Erlent

Játar aðild að hryðjuverkunum

Marokkómaðurinn Zacarias Moussaoui mun í dag játa aðild sína að hryðjuverkunum 11. september árið 2001 fyrir dómstóli í Virginíu í Bandaríkjunum. Hann er sá eini sem þegar hefur verið ákærður í Bandaríkjunum vegna hryðjuverkanna og gæti átt yfir höfði sér dauðarefsingu. Í Madríd á Spáni hefjast í dag réttarhöld yfir tuttugu og fjórum mönnum sem grunaðir eru um aðild að hryðjuverkunum 11. september. Saksóknarar hyggjast fara fram á meira en sextíu þúsund ára fangelsisdóm yfir þremur mannanna, eða sem svarar tuttugu og fimm árum fyrir hvert fórnarlamba árásanna í New York og Washington.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×