Erlent

Fjórir fallnir í Sádi-Arabíu

Minnst fjórir hafa fallið í valinn í bardögum lögreglumanna og uppreisnarmanna í borginni Mekka í Sádi-Arabíu í gærkvöldi og í nótt. Bardagarnir byrjuðu þegar fjórir uppreisnarmenn í dulargervi reyndu að smygla sér inn í borgina í gærkvöldi. Mikill eltingaleikur upphófst í kjölfarið og svo skotbardagar á milli lögreglu og uppreisnarmanna. Nokkrir lögreglumenn særðust og fimmtán bílar lögreglu og óbreyttra borgara gjöreyðilögðust í átökunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×