Erlent

Japanar horfa mest á sjónvarp

Japanar eiga heimsmetið í sjónvarpsglápi. Samkvæmt nýrri könnun horfa þeir að jafnaði á sjónvarp í um fimm klukkustundir á hverjum degi. Það er nærri klukkutíma meira en Grikkir sem horfa mest allra Evrópuþjóða á sjónvarp, eða í rétt rúmar fjórar klukkustundir á degi hverjum. Kínverjar og Svíar horfa hins vegar minnst allra þjóða á sjónvarp, eða í u.þ.b. tvær og hálfa klukkustund á dag að jafnaði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×