Erlent

Berlusconi falin stjórnarmyndun

Forseti Ítalíu fól í gær Silvio Berlusconi að mynda nýja ríkisstjórn. Tveimur dögum fyrr hafði Berlusconi beðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt í kjölfar mikils ósigurs stjórnarflokkanna í héraðskosningum. Forsetinn Carlo Azeglio Ciampi átti fól forsætisráðherranum fráfarandi umboðið til að mynda sextugustu ríkisstjórn Ítalíu frá stríðslokum eftir að hafa ráðfært sig við leiðtoga flokkanna sem eiga fulltrúa á þingi. "Innan fáeinna daga verður nýja ríkisstjórnin tekin til starfa," sagði Berlusconi við blaðamenn eftir að ákvörðun forsetans lá fyrir. Hann sagðist gera ráð fyrir að atkvæðagreiðsla um traustsyfirlýsingu á nýju stjórnina muni fara fram í næstu viku. Berlusconi brá á það ráð að leysa upp stjórnina í því yfirlýsta skyni að endurnýja stjórnarsamstarf borgaraflokkanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×