Erlent

Þýska mannætan aftur fyrir rétt

Mál þýsku mannætunnar Armin Meiwes, sem dæmdur var í átta og hálfs árs fangelsi á síðasta ári fyrir að drepa mann og leggja hann sér til munns að því loknu, verður tekið upp að nýju. Meiwes auglýsti á spjallsíðu á Netinu eftir einhverjum sem vildi láta éta sig og fékk jákvætt svar frá þýskum tölvunarfræðingi. Lögreglan komst skömmu síðar á snoðir Meiwes og handtók hann fyrir ódæðið. Þegar dómur féll í málinu í janúar í fyrra var hann hins vegar ekki dæmdur fyrir morð þar sem fórnarlambið gaf sig sjálfviljugt fram og dómurinn vægur eftir því, eða aðeins átta og hálft ár eins og áður segir. Málið olli hneykslan víða um heim og hafa þýskir dómstólar nú ákveðið að taka það upp að nýju.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×