Erlent

Þyrla skotin niður í Írak

Níu eru taldir látnir eftir að þyrla var skotin niður í Írak í morgun. Þetta hefur Reuters-fréttaveitan eftir heimildarmanni innan Bandaríkjahers. Þyrlan var á ferð fyrir norðan Bagdad þegar henni var grandað, en um borð voru þrír í áhöfn og sex farþegar, allt óbreyttir borgarar. Ekki er vitað hverrar þjóðar þeir voru.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×