Erlent

Ákæran á Clinton hefnd

MYND/Reuters
Herferð repúblíkana gegn Bill Clinton og ákæran á hendur honum vegna meinsæris voru hefnd fyrir ákæruna á hendur Richard Nixon. Þetta segir Henry Hyde, einhver reyndasti þingmaður repúblíkana á Bandaríkjaþingi og formaður dómsmálanefndar þingsins. Hyde var sá þingmaður sem einna harðast gekk fram þegar Clinton var ákærður um að segja ekki satt til um samband sitt við Monicu Lewinsky en nú kveðst hann ekki viss um að hann færi eins að. Hyde lætur af þingmennsku innan skamms en hann hefur setið á þingi í þrjátíu og tvö ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×