Erlent

Sprengjuhótun í Tromsö

Rýma þurfti flughöfnina í Tromsö í dag vegna sprengjuhótunar sem barst um síma. Það var klukkan rúmlega hálfþrjú að staðartíma, eða klukkan eitt að íslenskum tíma, sem maður hringdi í lögregluna í Tromsö og greindi frá því að búið væri að koma fyrir sprengju í flughöfninni og hún myndi springa klukkan þrjú. Lögregla greip því til þess ráðs að rýma flughöfnina og girða svæðið af en hefur enn ekki fundið sprengju, samkvæmt norska ríkisútvarpinu. Ekki er vitað hver stóð á bak við hótunina en ljóst þykir að maðurinn hafi hringt úr síma á Tromsö-svæðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×