Erlent

Skósprengjumaður dæmdur

Dómstóll í Lundúnum dæmdi í gær Saajid Badat, breskan ríkisborgara af arabískum uppruna, til þrettán ára fangelsisvistar fyrir að hafa áformað að granda farþegaþotu með sprengiefni földu í skósólum sínum. Til refsimildunar taldist að hinn dæmdi hætti af sjálfsdáðum við að fremja hryðjuverkið. Dómarinn sagðist vona að aðrir sem gældu við þá hugmynd að gerast hryðjuverkamenn tækju sér sinnaskipti Badats til fyrirmyndar. Badat játaði sig sekan um að hafa ásamt skósprengjumanninum Richard Reid lagt á ráðin um að reyna að granda tveimur farþegaþotum á leiðinni yfir Atlantshaf. Reid var dæmdur í ævilangt fangelsi í Bandaríkjunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×