Erlent

Skotbardagi í Kristjaníu

Einn maður beið bana og þrír voru fluttir með skotsár á sjúkrahús eftir að til skotbardaga kom á Pusher Street í fríríkinu Kristjaníu í Kaupmannahöfn undir kvöld í gær. Árásarmennirnir fjórir komust undan í stolnum bíl og er þeirra enn leitað. Að sögn sjónarvotta beittu þeir m.a. vélbyssum. Heimamenn í Kristjaníu telja að til átakanna hafi komið vegna deilna um yfirráð yfir sölu á hassi þar. Þeir hvetja nú hasskaupendur til að kaupa efnið annars staðar svo að Kristjanía verði ekki vígvöllur dópsala.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×