Fleiri fréttir

Samkynhneigðir fá að giftast

Neðri deild spænska þingsins hefur samþykkt lagafrumvarp sem heimilar samkynhneigðum að ganga í hjónaband og ættleiða börn.

Skotbardagi í Kristjaníu

Einn maður lést og þrír særðust í skotbardaga á Pusher Street í Kristjaníu í Kaupmannahöfn í fyrrakvöld. Mikil skelfing greip um sig í fríríkinu í kjölfarið.

Sjálfboðaliðar tilbúnir til árása

Ríflega 440 írönsk ungmenni hafa boðið sig fram til að fremja sjálfsmorðssprengjuárásir gegn Bandaríkjamönnum í Írak og Ísraelum í heimalandi þeirra.

Frelsaðar úr klóm ræningja

Filippeyskir hermenn frelsuðu í gær 13 konur úr klóm mannræningja eftir mikinn eltingarleik. Tveir ræningjanna lágu í valnum eftir að til átaka kom og einn hermaður. Íslamskir skæruliðar aðstoðuðu hermennina í leitinni.

Vargöldin heldur áfram

Ekkert lát er á átökum í Írak. Ellefu týndu lífi þegar flugskeytaárás var gerð á þyrlu í gær og reynt var að ráða forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar af dögum.

Sprenging í Sambíu

51 maður fórst í sprengiefnaverksmiðju í Sambíu í fyrradag. 26 er enn saknað og er óttast að þeir séu einnig látnir.

Brisfrumur græddar í konu

Lækning gæti verið í sjónmáli við insúlínháðri sykursýki eftir að læknum í Japan tókst að græða brisfrumur úr konu í dóttur hennar sem þjáðist af sjúkdómnum.

Snarpur jarðskjálfti í Japan

Að minnsta kosti þrettán slösuðust í snörpum jarðskjálfta sem varð nærri borginni Fukuoka í Japan í nótt. Skjálftinn mældist 5,8 á Richter og honum fylgdu tveir smærri skjálftar upp á tæplega fimm.

Sameining allra kristinna manna

Fyrsta messa Josephs Ratzingers eftir að hann var kjörinn páfi fór fram í morgun. Þar talaði hann m.a. um að reyna að sameina alla kristna menn veraldar.

Fjórir féllu í Írak

Tveir bandarískir hermenn féllu í valinn í sjálfsmorðssprengjuárás í suðurhluta Bagdad í nótt. Fjórir Bandaríkjamenn og sjö Írakar særðust í árásinni. Í morgun féllu svo tveir í valinn og fimm særðust þegar bílsprengja sprakk vestur af Bagdad.

Rautt regn í Rússlandi

Það er ekki á hverjum degi sem rigning er rauð, en þegar það rignir rauðu á annað borð kemur ekki á óvart að það skuli vera í Rússlandi sem státaði lengi vel af rauðum fána og Rauða hernum.

Al-Zarqawi með kjarnorkusprengju?

Leiðtogi al-Qaida í Írak ræður yfir kjarnorkusprengju. Þessu er haldið fram í dagblaðinu <em>Washington Times</em> í dag og vitnað í ónafngreinda leyniþjónustumenn.

Kosningarútur liðin tíð?

Hjálp! Það eru blaðamenn á eftir mér! Þannig gæti harmakvein breskra stjórnmálamanna hljómað en þeir sjá sér þann kost vænstan að forðast bresku pressuna í miðri kosningabaráttunni.

Ratzinger millibilspáfi

Andi Jóhannesar Páls páfa II mun svífa yfir vötnum í Vatíkaninu um hríð því að nýi páfinn, Benedikt XVI, er sagður eins konar millibilspáfi sem ætlað er að fylgja stefnu forvera sína eftir. Kjöri Josephs Ratzingers er víða fagnað en ekki alls staðar.

Berlusconi segir af sér

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði fyrir stundu að hann muni segja af sér vegna stjórnarkreppunnar sem komin er upp á Ítalíu. Tveir samstarfsflokkar í stjórn Berlusconis kröfðust þess fyrr í vikunni að hann gerði róttækar breytingar á stjórninni eftir að ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu gríðarlegu fylgi í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru nýlega á Ítalíu.

Kapellan fylltist af reyk

Þegar reykur sást stíga til himins úr reykháfnum sem komið hafi verið fyrir á þaki Sixtínsku kapellunnar í gær var ekki á hreinu hvort að reykurinn var hvítur eða svartur. Einn kardínálanna sem voru við kjörið greindi frá því að fyrsta tilraun til að kveikja eld hefði mistekist.

46 látnir í sprengingu í Sambíu

 Að minnsta kosti 46 létust í sprengingu sem varð í sprengjuverksmiðju í Sambíu í dag. Að sögn ráðherra í ríkisstjórn landsins liggur ekki fyrir hvað olli sprengingunni.

Norsk börn stríða við offitu

Norsk börn glíma við vaxandi offitu og eru þyngstu börnin nú fimm til sjö kílóum þyngri en þau voru fyrir þrjátíu árum.

Pútín of valdamikill

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hafa of mikil völd. Rice hefur verið í heimsókn í Rússlandi undanfarið en er nú á heimleið. Hún segir að réttarhöldin yfir Mikhail Khodorkovsky, aðaleiganda Yukos-olíufélagsins, séu afar vafasöm og stjórnvöld í Washington fylgist grannt með þeim.

Yfir 30 þúsund á svörtum lista

Stöðugt fjölgar fólki á svörtum lista Bandaríkjamanna yfir þá sem ekki mega koma með flugi til Bandaríkjanna. Hafa ellefu þúsund manns bæst við á listann síðustu sex mánuði.

Telur vangaveltur FT langsóttar

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir vangaveltur Financial Times um að ein hugsanleg leið út úr þeirri kreppu sem Evrópusambandið myndi lenda í ef stjórnarskrársáttmáli þess yrði felldur væri sú að "smygla" nokkrum helstu atriðum sáttmálans inn í aðildarsamning við Ísland, vera langsóttar.

Blendin viðbrögð við páfavali

Benedikt XVI páfi hét því í gær, á fyrsta vinnudeginum eftir kjörið á þriðjudag, að vinna markvisst að því að sameina alla kristna menn, rétta öðrum trúarbrögðum sáttahönd og halda áfram að hrinda í framkvæmd umbótum á kaþólsku kirkjunni. Viðbrögð við vali hans voru þó blendin.

50 lík fundust í Tígris-ánni

Fimmtíu lík fundust á floti í ánni Tígris, skammt frá Bagdad, í dag. Talið er að þau séu af gíslum úr röðum sjíta sem mannræningjar úr röðum súnníta rændu fyrir helgi.

Gutierrez hrökklast frá völdum.

Ekvadorþing samþykkti í gær að svipta Lucio Gutierrez, forseta landsins, völdum. Varaforsetinn hefur tekið við stjórnartaumunum í hans stað.

Rauðum reyk spúið

The Sun, mest lesna dagblað Bretlands, tilkynnti í gær að það myndi styðja Verkamannaflokkinn í kosningunum sem haldnar verða eftir tvær vikur. Blaðið tók sér kardinálana í Páfagarði til fyrirmyndar með því að blása rauðum reyk upp um sérsmíðan skorstein sem settur var upp á þaki höfuðstöðva blaðsins.

Berlusconi biðst lausnar

Valdatíma þaulsætnustu ríkisstjórnar Ítalíu frá stríðslokum lauk í gær þegar Silvio Berlusconi forsætisráðherra sagði af sér embætti Hann mun þó að líkindum mynda nýja stjórn á næstu dögum.

Ólga í Tógó

Stríðandi fylkingar í tógóskum stjórnmálum reyna nú að setja niður deilur sínar á fundi í nágrannaríkinu Níger. Forsetakosningar verða haldnar í Tógó á sunnudaginn.

Stjórnvöld hvetja til stillingar

Kínversk stjórnvöld hvöttu í gær almenning til að láta af mótmælum sínum sem staðið hafa yfir síðustu dægrin.

Fimmtíu lík í Tígris

Fimmtíu lík hafa fundist í fljótinu Tígris í Írak undanfarna daga og eru þau talin vera af mönnum sem teknir voru sem gíslar í liðinni viku. Tugir manna liggja í valnum eftir ódæði gærdagsins.

NATO-fundur í Vilníus

Utanríkisráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins ræddu í gær framtíðarhlutverk þess í Vilníus í Litháen en fundinum lýkur síðar í dag. Nánari tengsl við Rússland og Úkraínu, svo og aðkoma að friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhaf eru á dagskránni.

Himneskar veigar

Nýi páfinn, Benedikt XVI, messaði í fyrsta sinn og kynnti sér aðstæður í Páfagarði í dag. Í heimabæ hans er kjörinu fagnað með því að baka Ratzinger-tertu, Vatíkanbrauð og bjóða upp á Benedikts-pylsu.

Líkum fleygt á víðavangi

Talið vera tilviljun að þrjú lík hafa fundist á víðavangi í og við Stokkhólm að undanförnu. Búið að bera kennsl á tvö líkanna. Ekki talið að samband sé milli morðanna.

Önnur umferð páfakjörs fer fram

Önnur umferð atkvæðagreiðslu um kjör páfa stendur nú yfir. Atkvæðaseðlarnir verða svo brenndir um klukkan tíu og þá stígur reykur upp frá skorsteini Sixtínsku kapellunnar. Verði hann svartur munu kardínálarnir 115 ganga strax aftur til atkvæðagreiðslu. Fái enn enginn þeirra minnst tvo þriðju hluta atkvæða verður gert hlé og svo kosið tvisvar sinnum á nýjan leik síðar í dag.

Kveikti í hóteli af slysni

Ung kona hefur viðurkennt að hafa kveikt eldinn í Paris Opera hótelinu í París á föstudag af slysni. Lögregluyfirvöld í París tilkynntu þetta í morgun og sögðu að verið væri að yfirheyra konuna. Tuttugu og tveir gestir hótelsins létust í eldsvoðanum.

Átta látnir eftir árásir í Írak

Að minnsta kosti átta írakskir þjóðvarðliðar hafa fallið í valinn í morgun í tveim aðskildum árásum uppreisnarmanna í nágrenni við Bagdad. Nærri þrjátíu manns eru slasaðir eftir árásirnar, sem áttu sér stað með skömmu millibili.

Norðmenn illir vegna bókar múslíma

Reiði hefur gripið um sig á meðal Norðmanna í garð innflytjenda og Miðstöð baráttunnar gegn kynþáttafordómum í Osló hefur gripið til þess ráðs að kæra óþekktan íslamskan innflytjanda fyrir kynþáttafordóma í garð Norðmanna. Tilefnið er útkoma bókar í Noregi sem pakistanska múslímasamfélagið í Noregi gefur út. Þar eru Norðmönnum ekki vandaðar kveðjurnar.

Tonn af kókaíni í fisksendingu

Lögregluyfirvöld í Perú lögðu á föstudaginn hald á meira en eitt tonn af kókaíni sem komið hafði verið fyrir í sendingu af sjávarafurðum sem áttu að fara til Bandaríkjanna. Tíu manns voru handteknir vegna málsins, þeirra á meðal eigandi verksmiðjunnar sem stóð fyrir sendingunni. Kókaínsmygl hefur færst mjög í vöxt í Perú á þessu ári eftir að hafa dalað nokkur ár þar á undan.

Hershöfðingi drepinn í Írak

Uppreisnarmenn í Írak drápu seint í gærkvöldi írakskan hershöfðingja og son hans inni á heimili þeirra í Bagdad. Árásarmennirnir voru í gervi þjóðvarðliða og hershöfðinginn hleypti þeim inn þar sem þeir drógu upp byssur og skutu feðgana til bana.

Svartur reykur frá kapellu

Rétt fyrir klukkan tíu í morgun steig svartur reykur upp úr strompinum á Sixtínsku kapellunni í Róm til marks um að önnur atkvæðagreiðsla kardínálanna um nýjan páfa hefði ekki skilað tilskildum meirihluta. Búist er við þremur atkvæðagreiðslum til viðbótar í dag.

Hvetur Kína og Japan til sátta

Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hvetur leiðtoga í Kína og Japan til þess að nota ráðstefnu Asíu og Afríku ríkja um helgina, til þess að bæta samskipti þjóðanna. Annan segir að þjóðirnar eigi allt of margt sameiginlegt til þess að standa í ágreiningi eins og þeim sem staðið hefur yfir undanfarið.

Andstaða við stjórnarskrá eykst

Andstaða við stjórnarskrá Evrópusambandsins virðist enn vera að aukast í Frakklandi. Samkvæmt skoðanakönnun dagblaðsins <em>Le Figaro</em>, sem birtist í morgun, ætla 55 prósent Frakka að hafna stjórnarskráni sem er heldur hærra hlutfall en í undanförnum könnunum. Nú hafa fimmtán skoðanakannanir í röð bent til þess að stjórnarskráni verði hafnað í Frakklandi í lok maí.

Hrefnuveiðar hafnar í Noregi

Hrefnuveiðivertíðin í Noregi hófst í gær og munu um það bil 30 skip stunda veiðarnar enda kvótinn meiri en áður. Þrátt fyrir mikinn áhuga á veiðunum hefur gengið illa að selja hrefnukjötið á norskum markaði undanfarin ár líkt og hér á landi. Birgðir hafa hrannast upp og loks verið fargað fyrir opinbera styrki.

Krefjast afsagnar forseta Ekvadors

Þúsundir mótmælenda hópuðust saman á götum stærstu borgar Ekvador í gær og fóru fram á afsögn Lucio Gutierrez, forseta landsins. Mótmælendur hentu steinum og öðru lauslegu í átt að lögreglumönnum sem svöruðu með því að skjóta úr loftrifflum. Mótmælin hófust fyrir fimm dögum og hafa stigmagnast.

Réðust gegn uppreisnarmönnum

Hermenn í Afganistan gerðu í gær áhlaup á vígi uppreisnarmanna í fjallahéruðum utan við Kabúl og drápu átta manns og handtóku sextán. Að sögn talsmanns afganska hersins tóku bandarískar herþyrlur þátt í bardögunum sem voru einhverjir þeir mannskæðustu í landinu í marga mánuði.

Sjá næstu 50 fréttir