Erlent

Samþykktu hjónabönd samkynhneigðra

Spánn færðist í dag skrefi nær því að leyfa hjónabönd samkynhneigðra þegar neðri deild spænska þingsins samþykkti frumvarp þessa efnis. Það var sósílaistastjórn Joses Luis Zapateros sem lagði fram frumvarpið, en hún hefur beitt sér fyrir ýmsum umbótum frá því að hún komst til valda í landinu í fyrra. Efri deild þingsins á þó eftir að leggja blessun sína yfir frumvarpið en almennt er talið að það verði samþykkt og verður Spánn þá þriðja Evrópulandið sem leiðir hjónaband samkynhneigðra í lög. Fulltrúar kaþólsku kirkjunnar á Spáni brugðust hart við tíðindunum og þá er ólíklegt að hinn nýkjörni páfi, Benedikt sextándi, fagni þeim, en hann hefur látið hafa eftir sér að hjónabönd samkynhneigðra séu að ganga að hugmyndinni um hjónaband dauðri og rústa félagslegri einingu Evrópu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×