Erlent

Sátt virðist í sjónmáli

Sátt virðist í sjónmáli í milliríkjadeilu Kínverja og Japana sem hefur farið stigvaxandi undanfarnar víkur. Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans og Hu Jintao, forseti Kína, funduðu saman í Indónesíu í gær þar sem fram fer ráðstefna leiðtoga Asíu- og Afríkuríkja. Báðir sögðu fundinn hafa verið opinskáan og gagnlegan. Deilan hefur meðal annars snúist um umdeildar japanskar sögukennslubækur, sem Kínverjar segja sögufölsun. Koizumi baðst í fyrradag afsökunar á yfirgangsstefnu Japana í Asíu á dögum síðari heimsstyrjaldar. "Hegðun Japana undanfarið hefur verið mjög móðgandi," sagði Hu Jintao eftir fundinn. "Japanir ættu aldrei aftur að gera eitthvað sem sært getur tilfinngar kínversku þjóðarinna eða annarra Asíuþjóða."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×