Erlent

Segja 11 hafa farist með þyrlu

Eigendur þyrlunnar sem skotin var niður í Írak í dag segja að ellefu hafi látist þegar hún féll til jarðar. Aðsögn talsmanna Heli Air, búlgarsks fyrirtækis sem átti þyrluna, lést þriggja manna búlgörsk áhöfn og sex bandarískir farþegar auk tveggja varða, en þjóðerni þeirra er ekki á hreinu. Í fyrstu var talið að níu hefðu farist með þyrlunni, en henni var grandað með flugskeyti skammt norðan við Bagdad. Þyrlan var sú fyrsta sem ekki tilheyrir erlendum herjum sem skotin er niður í Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×