Erlent

Vilja fresta brottflutningi

Ísraelsk varnarmálayfirvöld hafa lagt það til að því verði frestað um nokkrar vikur að hefja brottflutningi landnema af Gasasvæðinu. Til stóð að hefja flutningana síðla júlímánaðar en nú fara Ísraelar fram á það að þeir byrji ekki fyrr en um miðjan ágúst. Ástæða seinkunarinnar er sú að brottflutningurinn stangast á við sorgartímabil gyðinga en þá minnast þeir þess að tvö hof frá tímum Biblíunnar hafi voru eyðilögð. Tilgátur eru uppi um það að ísraelsk stjórnvöl vilji fresta flutningunum vegna þess að þau séu ekki undir þá búin, en sumir landnemanna hafa hótað því að sýna mótstöðu þegar byggðunum verður lokað. Um 8.500 landnemar þurfa að yfirgefa heimili sín í sumar á Gasasvæðinu og hluta Vesturbakkans, en þar hafa gyðingar verið frá árinu 1967.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×