Erlent

Höfuðpaurinn gómaður

Lögreglan í Osló í Noregi hefur handtekið 37 ára gamlan mann grunaðan um aðild að þjófnaði á tveimur málverkum úr Munch-safninu í ágúst í fyrra. Ránið þótti með eindæmum bíræfið því ruðst var inn í safnið um hábjartan dag og málverkin Ópið og Madonna tekin. Áður hafa tveir verið handteknir í tengslum við ránið. Greint er frá því á vef Aftenposten í Noregi að maðurinn harðneiti allri aðild að ráninu. Lögmaður mannsins hefur ráðlagt honum að tjá sig ekki frekar fyrr en lögregla hefur lagt fram gögn í málinu, en hún telur manninn vera höfuðpaurinn sem skipulagði ránið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×