Fleiri fréttir Setur Nader strik í reikninginn Neytendafrömuðurinn og sjálfstæði forsetaframbjóðandinn Ralph Nader gæti eyðilagt vonir Johns Kerry um að komast í Hvíta húsið. Ef kosningaúrslit verða í átt við niðurstöður skoðanakannana má búast við spennandi kosninganótt og þá skiptir allt máli. 15.10.2004 00:01 Bræður sjá um sig sjálfir Jónas Þórir Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, er nýkominn frá Úganda þar sem hann fylgdist með og mat árangur hjálparstarfsins. Hann hitti bræðurna Muwango, sextán ára, og Peter, fjórtán ára, sem fengið hafa hjálp til sjálfshjálpar. 15.10.2004 00:01 70 þúsund látin í Darfur Í það minnsta 70 þúsund manns hafa látist í flóttamannabúðum í Darfur frá því í mars og dánartíðnin fer ekki minnkandi nema umheimurinn leggi fram meira fé og meiri hjálp í að takast á við vandann, sagði David Nabarro, aðgerðastjóri Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar á svæðinu. 15.10.2004 00:01 Blindir fóru í kröfugöngu "Danmörk getur kannski stært sig af því að bjóða upp á eitt besta velferðarkerfi í heimi en það nær ekki til blindra," sagði Jens Bromann, formaður landssambands blindra í Danmörku, þegar um 500 blindir einstaklingar fóru í mótmælagöngu í Kaupmannahöfn. 15.10.2004 00:01 Þrengja hringinn um ræningjana Norska lögreglan telur hringinn vera að þrengjast um þjófana sem stálu málverkum Edvards Munch í ágúst, að því er fram kemur í Verdens Gang og Dagbladet. Þar segir að lögreglan hafi rakið ferðir bíls ræningjanna næstu daga fyrir ránið og komist að því að hann hafði farið um hendur margra þekktra glæpamanna. 15.10.2004 00:01 Hundinum bjargað frá aftöku Eftir þriggja ára stapp og fjárútlát upp á hálfa áttundu milljón króna tókst skosku hjónunum Bryan og Carol Lamont að bjarga lífi hundsins síns, Dino. 15.10.2004 00:01 Prinsessa auglýsir eftir skilnaði Margréti prinsessu í Hollandi hefur gengið illa að hafa uppi á eiginmanni sínum og kom það ljóslega fram í hollensku dagblaði síðasta föstudag þegar hún birti auglýsingu sem beint var til hans. Hún vildi þó ekki fá hann aftur heim heldur tilkynnti hún að hún vildi skilnað og að hann hefði frest fram í janúar til að andmæla skilnaðinum. 15.10.2004 00:01 Hvöttu til friðsamlegrar andstöðu Klerkar í Falluja hvöttu landsmenn í gær til friðsamlegrar andstöðu gegn Bandaríkjamönnum um allt Írak ef þeir reyndu að brjóta andspyrnu gegn þeim á bak aftur. Yfirlýsing klerkanna var lesin upp í moskum víða í Írak. 15.10.2004 00:01 Lífið aftur í samt horf Börn mættu aftur í skóla og bensínstöðvar, bankar og margvísleg önnur fyrirtæki hófu starfsemi á nýjan leik í fyrradag þegar fjögurra daga allsherjarverkfalli fjölmennustu verkalýðsfélaga Nígeríu lauk. 15.10.2004 00:01 Snúið við vegna sprengjuhótunar Farþegaflugvél Virgin-flugfélagsins var snúið aftur til Standsted-flugvallar fyrr í morgun vegna sprengjuhótunar. Vélin var á leiðinni til Hong Kong frá Heathrow-flugvellinum í London og voru 233 um borð í vélinni. 14.10.2004 00:01 Tókust á af hörku Tekist var á af hörku um innanríkismál og velferðakerfið í síðustu kappræðum forsetaframbjóðenda Bandaríkjanna í nótt. Milljónir manna fylgdust með kappræðunum sem voru fyrirfram taldar geta haft talsverð áhrif á fylgi frambjóðendanna. Hvorugur var þó sigurvegari samkvæmt skyndikönnunum að kappræðunum loknum og margir eru enn óákveðnir. 14.10.2004 00:01 Geimskot í Kasakstan Allt gekk að óskum þegar Rússar skutu geimflaug á loft frá Baikonur í Kasakstan í morgun. Um borð eru rússneskir og bandarískir geimfarar og er förinni heitið að alþjóðlegu geimstöðinni. 14.10.2004 00:01 Norsk stúlka lést af ofneyslu Íbúar í Bergen í Noregi eru slegnir vegna fréttar um að þrettán ára stúlka hafi látist vegna ofneyslu lyfja sem hún og vinkona hennar komust yfir hjá fíkniefnasölum um helgina. Lyfin voru í töfluformi og tóku stúlkurnar ótæpilega inn af þeim með þessum hörmulegu afleiðingum. 14.10.2004 00:01 Öflugar sprengingar í Bagdad Átta manns féllu og minnst fjórir særðust þegar tvær öflugar sprengingar urðu í miðborg Bagdad í Írak fyrir stundu. Að sögn sjónarvotta er þykkur reykmökkur yfir svæðinu. 14.10.2004 00:01 Kalla eftir aðgerðum SÞ Frjálsu félagasamtökin í Palestínu (PNGO) hafa sent frá sér ákall til Sameinuðu þjóðanna og alþjóðasamfélagsins um að skerast í leikinn og stöðva árásir Ísraelshers á palestínsku þjóðina. Árásir hafa staðið á norðanverðu Gaza-svæðinu síðan 28. september síðastliðinn. 14.10.2004 00:01 Sjö fórust í Kanada Flutningavél með sjö manna áhöfn fórst í Halifax í Nova Scotia í morgun. Vélin hrapaði skömmu eftir flugtak og hafnaði í skóglendi skammt frá borginni þar sem kviknaði í henni. Vélin var skráð í Ghana en talsmaður flugfélagsins segir enn of snemmt að segja til um orsök slyssins. 14.10.2004 00:01 Kínverji gekk berserksgang Karlmaður gekk berserksgang eftir að hafa tapað hundruð milljónum í spilavíti í Kína, stakk eiginkonu sína til bana og kveikti í íbúð sinni. Eldurinn breiddist út til nærliggjandi íbúða en slökkviliðsmönnum tókst að bjarga þremur sem festust í brennandi húsinu. 14.10.2004 00:01 Íslendingar vinna hjá flugfélaginu Átta til níu íslenskir flugvirkjar vinna hjá flugfélagi vélarinnar sem fórst í Halifax í Kanada í morgun. Georg Þorkelsson, yfirmaður flugfélagsins í Lúxemborg, staðfestir við vefrit Morgunblaðsins að enginn Íslendingur hefði verið um borð. 14.10.2004 00:01 Kerry er ekki góður maður "Ég fékk annað tækifæri til að meta John Kerry og það eina sem ég get sagt er þetta: Þetta er ekki góður maður," sagði Lynne Cheney, eiginkona Dick Cheney varaforseta, þegar hún kynnti eiginmann sinn á kosningafundi. Hún er ósátt Kerry fyrir að hafa blandað samkynhneigðri dóttur Cheney-hjónanna inn í kappræður forsetaefnanna í fyrrinótt. 14.10.2004 00:01 Byrjað að telja atkvæði Talning er loks hafin á atkvæðum sem greidd voru í afgönsku forsetakosningunum um síðustu helgi. Talningin hefst fimm dögum eftir kosningar og fjórum dögum eftir að talning atkvæða átti að hefjast, en fresta þurfti henni vegna þess að erfiðlega gekk að safna kjörkössum saman. 14.10.2004 00:01 Ætterni konungs vafa orpið Ætterni Haralds Noregskonungs er í vafa eftir að virtur norskur fræðimaður greindi frá því að faðir hans, Ólafur V Noregskonungur, sem tók við embætti af Hákoni, fyrsta konungi Noregs, hefði hugsanlega ekki verið sonur Hákonar. 14.10.2004 00:01 Tíu ára bið á enda Kúrdíski mannréttindafrömuðurinn Leyla Zana veitti í gær viðtöku mannréttindaverðlaunum þings Evrópusambandsins. Þetta gerði hún tíu árum eftir að þingið heiðraði hana en mestallan þann tíma hefur hún setið í fangelsi í Tyrklandi fyrir baráttu sína fyrir auknum réttindum Kúrda í Tyrklandi. 14.10.2004 00:01 Kerry hafði betur en Bush John Kerry, forsetaefni demókrata, virðist hafa komist heldur betur frá þriðju og síðustu kappræðum forsetaefna stóru flokkanna en George W. Bush Bandaríkjaforseti. Hann hafði mun betur í tveimur könnunum sem birtar voru eftir kappræðurnar og sjónarmun betur í þeirri þriðju. 14.10.2004 00:01 Hættara við krabbameini Fólk sem notar farsíma í tíu ár eða lengur á frekar á hættu en aðrir að þjást af góðkynja krabbameini þeim megin á höfðinu sem það heldur á símanum. Þetta kemur fram í nýrri sænskri rannsókn. 14.10.2004 00:01 Heimili rýmd vegna skógarelda Tæplega áttatíu heimili hafa verið rýmd í Napa- og Yolosýslu í Kaliforníu vegna skógarelda sem hafa geysað á um 15 þúsund hektara svæði norðaustur af San Francisco. 14.10.2004 00:01 Olíuverðið aftur niður Verðið á olíufatinu lækkaði aftur niður í 52 dollara og 51 sent við lokun á olíumarkaði í New York í gær eftir að hafa náð 54 dollurum fyrr um daginn. Allsherjarverkfall sem nú er í Nígeríu, fimmta stærsta olíuframleiðanda innan OPEC-samtakanna, er ein aðal ástæða hækkunarinnar að undanförnu. 13.10.2004 00:01 Fjöldagrafir finnast í Írak Líkamsleifar að minnsta kosti eitt hundrað manna, þar á meðal barna, hafa fundist í fjöldagröfum nálægt þorpinu Hatra í Norður-Írak. Grafirnar eru taldar sanna ofsóknir gegn Kúrdum sem drepnir voru í þúsunda tali í valdatíð Saddams Husseins í lok níunda áratugarins. 13.10.2004 00:01 Lokakappræður Kerry og Bush Lokakappræður forsetaframbjóðendanna George Bush og Johns Kerrys verða háðar í Arizona í Bandaríkjunum í kvöld. Innanríkismál eiga að vera í brennidepli. Þetta verða þriðju og jafnframt síðustu kappræður þeirra fyrir kosningarnar og vilja sumir sérfræðingar meina að þær muni ekki skipta meginmáli í baráttunni. 13.10.2004 00:01 Draga Írana til ábyrgðar Draga verður Írana til ábyrgðar fyrir kjarnorkuáætlun sína. Þetta segir Richard Armitage, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, og segir bandarísk stjórnvöld fús að kanna hvort viðskiptaþvinganir á vegum Sameinuðu þjóðanna gætu verið réttu viðbrögðin. 13.10.2004 00:01 Glæpir gegn mannkyni staðfestir? Fjöldagröf fannst í norðurhluta Íraks og er talið að þar sé að finna hundruð og jafnvel þúsundir líka. Sum þeirra eru af börnum sem halda á leikföngunum sínum. Líklegt er talið að þetta leiði til þess að Saddam Hússein verði sakfelldur fyrir glæpi gegn mannkyni. 13.10.2004 00:01 Styðja Þjóðverjar Íraksstríðið? Breyting virðist hafa orðið á afstöðu þýskra stjórnvalda til stríðsreksturs í Írak, þó að Gerhard Schröder kanslari þvertaki fyrir það. Peter Struck, varnarmálaráðherra Þýskalands, sagði í viðtalið við þarlent dagblaði í gær að til greina kæmi að Þjóðverjar sendu hersveitir til Íraks, yrði breyting á ástandinu þar. 13.10.2004 00:01 Fylgið nákvæmlega jafnmikið Fylgi George Bush og Johns Kerrys er nákvæmlega jafnmikið samkvæmt nýjustu könnunum og því gætir mikillar spennu fyrir síðustu kappræður þeirra í kvöld. Þær eru síðasta stóra tækifæri frambjóðendanna til að sannfæra sjö prósent kjósenda, sem enn eru óákveðin. 13.10.2004 00:01 Fimm handteknir vegna morðsins Breska lögreglan hefur handtekið fimm manns vegna morðsins á hinni 14 ára gömlu Danielle Beccan í Nottingham á föstudag. Hún var skotin úr bíl á ferð og hefur morðið vakið mikinn óhug meðal almennings á Bretlandi. 13.10.2004 00:01 Steingrímur krefst upplýsinga Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri-grænna krafðist þess á fundi utanríkismálanefndar í gær að íslensk stjórnvöld skýrðu nefndinni frá því hvaða samtöl og eða bréfaskriftir áttu sér stað á milli íslenskra ráðuneyta og erlendra ríkisstjórna áður en ákvörðun var tekin um að Ísland yrði á lista yfir "hinar viljugu þjóðir" sem studdu innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak. 13.10.2004 00:01 Finninn fljúgandi ákærður Finninn Matti Nykänen, sigursælasti skíðastökkvari sögunnar, hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps í sumarbústað norður af Helsinki. Skíðastökkvarinn á yfir höfði sér allt að níu ára fangelsi verði hann fundinn sekur. 13.10.2004 00:01 Ekker saknæmt við dauðsfall Krufning hefur leitt í ljós að Christer Pettersson, meintur morðingi Olofs Palme, lést af völdum höfuðáverka sem hann hlaut er hann fékk flog að lokinni mikilli áfengisdrykkju og datt á höfuðið. 13.10.2004 00:01 IRA-maður handtekinn Lögreglan á Spáni tilkynnti í gær að hún hefði handtekið meðlim Írska lýðveldishersins (IRA) sem eftirlýstur var fyrir sprengjutilræði sem varð breskum herforingja að bana. 13.10.2004 00:01 Finnar lokuðu vefsvæði skæruliða Finnsk stjórnvöld lokuðu í gær vefsvæði sem helgað var málstað tsjetsjenskra skæruliða, og uppskáru í kjölfarið hrós frá stjórnvöldum í Moskvu. 13.10.2004 00:01 Lögregla skaut vinningshafa Maður sem féll fyrir skotum lögreglu í ólátum sem urðu fyrir utan íþróttaleikvang á sunnudag var einn af þrettán vinningshöfum sem deildu með sér risalottópotti fyrir fjórum árum. 13.10.2004 00:01 Írar brjóta kvótalög Grunur leikur á að írskir togarasjómenn brjóti ítrekað lög Evrópusambandsins um fiskveiðikvóta í kjölfar uppljóstrunar frá írskum sjómanni. 13.10.2004 00:01 Blair afsakar ekki skýrslu Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, neitaði því staðfastlega á breska þinginu í gær að ástæða væri til að bera fram afsökunarbeiðni vegna þess að rangar upplýsingar um vopnaeign Íraka hefðu birst í skýrslu sem yfirvöld studdust við þegar ákveðið var að hefja innrás í Írak. 13.10.2004 00:01 Afmælishátíð með morðum Fyrrum hermaður uppreisnarmanna á Haítí skýrði frá því að félagar hans væru vel á veg komnir um að binda endi á ofbeldisverk í höfuðborginni. 13.10.2004 00:01 Líklega ekki senditæki Bungan sem sást á bakinu á George Bush Bandaríkjaforseta í kappræðum á dögunum er að líkindum tilkomin vegna lélegs saumaskapar að mati skraddara á Skólavörðustíg. Þeir sem þekkja til hlustunarbúnaðar telja afar ólíklegt að bungan sé senditæki. 13.10.2004 00:01 Hætta matardreifingu vegna árása Aukin hætta á árásum í Darfur hafa leitt til þess að Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur neyðst til þess að fella niður matvæladreifingu í nokkrum hlutum Darfur-héraðs í Súdan. 13.10.2004 00:01 Takmarka fjölda pílagríma Ísraelar ætla að takmarka fjölda þeirra múslima sem fá að biðjast fyrir í helgireitnum Haram a-Sharif í Jerúsalem meðan á Ramadan, helgum mánuði múslima, stendur. Einungis 60 þúsund múslimar fá að heimsækja reitinn en venjulega skipta þeir hundruðum þúsunda. 13.10.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Setur Nader strik í reikninginn Neytendafrömuðurinn og sjálfstæði forsetaframbjóðandinn Ralph Nader gæti eyðilagt vonir Johns Kerry um að komast í Hvíta húsið. Ef kosningaúrslit verða í átt við niðurstöður skoðanakannana má búast við spennandi kosninganótt og þá skiptir allt máli. 15.10.2004 00:01
Bræður sjá um sig sjálfir Jónas Þórir Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, er nýkominn frá Úganda þar sem hann fylgdist með og mat árangur hjálparstarfsins. Hann hitti bræðurna Muwango, sextán ára, og Peter, fjórtán ára, sem fengið hafa hjálp til sjálfshjálpar. 15.10.2004 00:01
70 þúsund látin í Darfur Í það minnsta 70 þúsund manns hafa látist í flóttamannabúðum í Darfur frá því í mars og dánartíðnin fer ekki minnkandi nema umheimurinn leggi fram meira fé og meiri hjálp í að takast á við vandann, sagði David Nabarro, aðgerðastjóri Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar á svæðinu. 15.10.2004 00:01
Blindir fóru í kröfugöngu "Danmörk getur kannski stært sig af því að bjóða upp á eitt besta velferðarkerfi í heimi en það nær ekki til blindra," sagði Jens Bromann, formaður landssambands blindra í Danmörku, þegar um 500 blindir einstaklingar fóru í mótmælagöngu í Kaupmannahöfn. 15.10.2004 00:01
Þrengja hringinn um ræningjana Norska lögreglan telur hringinn vera að þrengjast um þjófana sem stálu málverkum Edvards Munch í ágúst, að því er fram kemur í Verdens Gang og Dagbladet. Þar segir að lögreglan hafi rakið ferðir bíls ræningjanna næstu daga fyrir ránið og komist að því að hann hafði farið um hendur margra þekktra glæpamanna. 15.10.2004 00:01
Hundinum bjargað frá aftöku Eftir þriggja ára stapp og fjárútlát upp á hálfa áttundu milljón króna tókst skosku hjónunum Bryan og Carol Lamont að bjarga lífi hundsins síns, Dino. 15.10.2004 00:01
Prinsessa auglýsir eftir skilnaði Margréti prinsessu í Hollandi hefur gengið illa að hafa uppi á eiginmanni sínum og kom það ljóslega fram í hollensku dagblaði síðasta föstudag þegar hún birti auglýsingu sem beint var til hans. Hún vildi þó ekki fá hann aftur heim heldur tilkynnti hún að hún vildi skilnað og að hann hefði frest fram í janúar til að andmæla skilnaðinum. 15.10.2004 00:01
Hvöttu til friðsamlegrar andstöðu Klerkar í Falluja hvöttu landsmenn í gær til friðsamlegrar andstöðu gegn Bandaríkjamönnum um allt Írak ef þeir reyndu að brjóta andspyrnu gegn þeim á bak aftur. Yfirlýsing klerkanna var lesin upp í moskum víða í Írak. 15.10.2004 00:01
Lífið aftur í samt horf Börn mættu aftur í skóla og bensínstöðvar, bankar og margvísleg önnur fyrirtæki hófu starfsemi á nýjan leik í fyrradag þegar fjögurra daga allsherjarverkfalli fjölmennustu verkalýðsfélaga Nígeríu lauk. 15.10.2004 00:01
Snúið við vegna sprengjuhótunar Farþegaflugvél Virgin-flugfélagsins var snúið aftur til Standsted-flugvallar fyrr í morgun vegna sprengjuhótunar. Vélin var á leiðinni til Hong Kong frá Heathrow-flugvellinum í London og voru 233 um borð í vélinni. 14.10.2004 00:01
Tókust á af hörku Tekist var á af hörku um innanríkismál og velferðakerfið í síðustu kappræðum forsetaframbjóðenda Bandaríkjanna í nótt. Milljónir manna fylgdust með kappræðunum sem voru fyrirfram taldar geta haft talsverð áhrif á fylgi frambjóðendanna. Hvorugur var þó sigurvegari samkvæmt skyndikönnunum að kappræðunum loknum og margir eru enn óákveðnir. 14.10.2004 00:01
Geimskot í Kasakstan Allt gekk að óskum þegar Rússar skutu geimflaug á loft frá Baikonur í Kasakstan í morgun. Um borð eru rússneskir og bandarískir geimfarar og er förinni heitið að alþjóðlegu geimstöðinni. 14.10.2004 00:01
Norsk stúlka lést af ofneyslu Íbúar í Bergen í Noregi eru slegnir vegna fréttar um að þrettán ára stúlka hafi látist vegna ofneyslu lyfja sem hún og vinkona hennar komust yfir hjá fíkniefnasölum um helgina. Lyfin voru í töfluformi og tóku stúlkurnar ótæpilega inn af þeim með þessum hörmulegu afleiðingum. 14.10.2004 00:01
Öflugar sprengingar í Bagdad Átta manns féllu og minnst fjórir særðust þegar tvær öflugar sprengingar urðu í miðborg Bagdad í Írak fyrir stundu. Að sögn sjónarvotta er þykkur reykmökkur yfir svæðinu. 14.10.2004 00:01
Kalla eftir aðgerðum SÞ Frjálsu félagasamtökin í Palestínu (PNGO) hafa sent frá sér ákall til Sameinuðu þjóðanna og alþjóðasamfélagsins um að skerast í leikinn og stöðva árásir Ísraelshers á palestínsku þjóðina. Árásir hafa staðið á norðanverðu Gaza-svæðinu síðan 28. september síðastliðinn. 14.10.2004 00:01
Sjö fórust í Kanada Flutningavél með sjö manna áhöfn fórst í Halifax í Nova Scotia í morgun. Vélin hrapaði skömmu eftir flugtak og hafnaði í skóglendi skammt frá borginni þar sem kviknaði í henni. Vélin var skráð í Ghana en talsmaður flugfélagsins segir enn of snemmt að segja til um orsök slyssins. 14.10.2004 00:01
Kínverji gekk berserksgang Karlmaður gekk berserksgang eftir að hafa tapað hundruð milljónum í spilavíti í Kína, stakk eiginkonu sína til bana og kveikti í íbúð sinni. Eldurinn breiddist út til nærliggjandi íbúða en slökkviliðsmönnum tókst að bjarga þremur sem festust í brennandi húsinu. 14.10.2004 00:01
Íslendingar vinna hjá flugfélaginu Átta til níu íslenskir flugvirkjar vinna hjá flugfélagi vélarinnar sem fórst í Halifax í Kanada í morgun. Georg Þorkelsson, yfirmaður flugfélagsins í Lúxemborg, staðfestir við vefrit Morgunblaðsins að enginn Íslendingur hefði verið um borð. 14.10.2004 00:01
Kerry er ekki góður maður "Ég fékk annað tækifæri til að meta John Kerry og það eina sem ég get sagt er þetta: Þetta er ekki góður maður," sagði Lynne Cheney, eiginkona Dick Cheney varaforseta, þegar hún kynnti eiginmann sinn á kosningafundi. Hún er ósátt Kerry fyrir að hafa blandað samkynhneigðri dóttur Cheney-hjónanna inn í kappræður forsetaefnanna í fyrrinótt. 14.10.2004 00:01
Byrjað að telja atkvæði Talning er loks hafin á atkvæðum sem greidd voru í afgönsku forsetakosningunum um síðustu helgi. Talningin hefst fimm dögum eftir kosningar og fjórum dögum eftir að talning atkvæða átti að hefjast, en fresta þurfti henni vegna þess að erfiðlega gekk að safna kjörkössum saman. 14.10.2004 00:01
Ætterni konungs vafa orpið Ætterni Haralds Noregskonungs er í vafa eftir að virtur norskur fræðimaður greindi frá því að faðir hans, Ólafur V Noregskonungur, sem tók við embætti af Hákoni, fyrsta konungi Noregs, hefði hugsanlega ekki verið sonur Hákonar. 14.10.2004 00:01
Tíu ára bið á enda Kúrdíski mannréttindafrömuðurinn Leyla Zana veitti í gær viðtöku mannréttindaverðlaunum þings Evrópusambandsins. Þetta gerði hún tíu árum eftir að þingið heiðraði hana en mestallan þann tíma hefur hún setið í fangelsi í Tyrklandi fyrir baráttu sína fyrir auknum réttindum Kúrda í Tyrklandi. 14.10.2004 00:01
Kerry hafði betur en Bush John Kerry, forsetaefni demókrata, virðist hafa komist heldur betur frá þriðju og síðustu kappræðum forsetaefna stóru flokkanna en George W. Bush Bandaríkjaforseti. Hann hafði mun betur í tveimur könnunum sem birtar voru eftir kappræðurnar og sjónarmun betur í þeirri þriðju. 14.10.2004 00:01
Hættara við krabbameini Fólk sem notar farsíma í tíu ár eða lengur á frekar á hættu en aðrir að þjást af góðkynja krabbameini þeim megin á höfðinu sem það heldur á símanum. Þetta kemur fram í nýrri sænskri rannsókn. 14.10.2004 00:01
Heimili rýmd vegna skógarelda Tæplega áttatíu heimili hafa verið rýmd í Napa- og Yolosýslu í Kaliforníu vegna skógarelda sem hafa geysað á um 15 þúsund hektara svæði norðaustur af San Francisco. 14.10.2004 00:01
Olíuverðið aftur niður Verðið á olíufatinu lækkaði aftur niður í 52 dollara og 51 sent við lokun á olíumarkaði í New York í gær eftir að hafa náð 54 dollurum fyrr um daginn. Allsherjarverkfall sem nú er í Nígeríu, fimmta stærsta olíuframleiðanda innan OPEC-samtakanna, er ein aðal ástæða hækkunarinnar að undanförnu. 13.10.2004 00:01
Fjöldagrafir finnast í Írak Líkamsleifar að minnsta kosti eitt hundrað manna, þar á meðal barna, hafa fundist í fjöldagröfum nálægt þorpinu Hatra í Norður-Írak. Grafirnar eru taldar sanna ofsóknir gegn Kúrdum sem drepnir voru í þúsunda tali í valdatíð Saddams Husseins í lok níunda áratugarins. 13.10.2004 00:01
Lokakappræður Kerry og Bush Lokakappræður forsetaframbjóðendanna George Bush og Johns Kerrys verða háðar í Arizona í Bandaríkjunum í kvöld. Innanríkismál eiga að vera í brennidepli. Þetta verða þriðju og jafnframt síðustu kappræður þeirra fyrir kosningarnar og vilja sumir sérfræðingar meina að þær muni ekki skipta meginmáli í baráttunni. 13.10.2004 00:01
Draga Írana til ábyrgðar Draga verður Írana til ábyrgðar fyrir kjarnorkuáætlun sína. Þetta segir Richard Armitage, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, og segir bandarísk stjórnvöld fús að kanna hvort viðskiptaþvinganir á vegum Sameinuðu þjóðanna gætu verið réttu viðbrögðin. 13.10.2004 00:01
Glæpir gegn mannkyni staðfestir? Fjöldagröf fannst í norðurhluta Íraks og er talið að þar sé að finna hundruð og jafnvel þúsundir líka. Sum þeirra eru af börnum sem halda á leikföngunum sínum. Líklegt er talið að þetta leiði til þess að Saddam Hússein verði sakfelldur fyrir glæpi gegn mannkyni. 13.10.2004 00:01
Styðja Þjóðverjar Íraksstríðið? Breyting virðist hafa orðið á afstöðu þýskra stjórnvalda til stríðsreksturs í Írak, þó að Gerhard Schröder kanslari þvertaki fyrir það. Peter Struck, varnarmálaráðherra Þýskalands, sagði í viðtalið við þarlent dagblaði í gær að til greina kæmi að Þjóðverjar sendu hersveitir til Íraks, yrði breyting á ástandinu þar. 13.10.2004 00:01
Fylgið nákvæmlega jafnmikið Fylgi George Bush og Johns Kerrys er nákvæmlega jafnmikið samkvæmt nýjustu könnunum og því gætir mikillar spennu fyrir síðustu kappræður þeirra í kvöld. Þær eru síðasta stóra tækifæri frambjóðendanna til að sannfæra sjö prósent kjósenda, sem enn eru óákveðin. 13.10.2004 00:01
Fimm handteknir vegna morðsins Breska lögreglan hefur handtekið fimm manns vegna morðsins á hinni 14 ára gömlu Danielle Beccan í Nottingham á föstudag. Hún var skotin úr bíl á ferð og hefur morðið vakið mikinn óhug meðal almennings á Bretlandi. 13.10.2004 00:01
Steingrímur krefst upplýsinga Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri-grænna krafðist þess á fundi utanríkismálanefndar í gær að íslensk stjórnvöld skýrðu nefndinni frá því hvaða samtöl og eða bréfaskriftir áttu sér stað á milli íslenskra ráðuneyta og erlendra ríkisstjórna áður en ákvörðun var tekin um að Ísland yrði á lista yfir "hinar viljugu þjóðir" sem studdu innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak. 13.10.2004 00:01
Finninn fljúgandi ákærður Finninn Matti Nykänen, sigursælasti skíðastökkvari sögunnar, hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps í sumarbústað norður af Helsinki. Skíðastökkvarinn á yfir höfði sér allt að níu ára fangelsi verði hann fundinn sekur. 13.10.2004 00:01
Ekker saknæmt við dauðsfall Krufning hefur leitt í ljós að Christer Pettersson, meintur morðingi Olofs Palme, lést af völdum höfuðáverka sem hann hlaut er hann fékk flog að lokinni mikilli áfengisdrykkju og datt á höfuðið. 13.10.2004 00:01
IRA-maður handtekinn Lögreglan á Spáni tilkynnti í gær að hún hefði handtekið meðlim Írska lýðveldishersins (IRA) sem eftirlýstur var fyrir sprengjutilræði sem varð breskum herforingja að bana. 13.10.2004 00:01
Finnar lokuðu vefsvæði skæruliða Finnsk stjórnvöld lokuðu í gær vefsvæði sem helgað var málstað tsjetsjenskra skæruliða, og uppskáru í kjölfarið hrós frá stjórnvöldum í Moskvu. 13.10.2004 00:01
Lögregla skaut vinningshafa Maður sem féll fyrir skotum lögreglu í ólátum sem urðu fyrir utan íþróttaleikvang á sunnudag var einn af þrettán vinningshöfum sem deildu með sér risalottópotti fyrir fjórum árum. 13.10.2004 00:01
Írar brjóta kvótalög Grunur leikur á að írskir togarasjómenn brjóti ítrekað lög Evrópusambandsins um fiskveiðikvóta í kjölfar uppljóstrunar frá írskum sjómanni. 13.10.2004 00:01
Blair afsakar ekki skýrslu Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, neitaði því staðfastlega á breska þinginu í gær að ástæða væri til að bera fram afsökunarbeiðni vegna þess að rangar upplýsingar um vopnaeign Íraka hefðu birst í skýrslu sem yfirvöld studdust við þegar ákveðið var að hefja innrás í Írak. 13.10.2004 00:01
Afmælishátíð með morðum Fyrrum hermaður uppreisnarmanna á Haítí skýrði frá því að félagar hans væru vel á veg komnir um að binda endi á ofbeldisverk í höfuðborginni. 13.10.2004 00:01
Líklega ekki senditæki Bungan sem sást á bakinu á George Bush Bandaríkjaforseta í kappræðum á dögunum er að líkindum tilkomin vegna lélegs saumaskapar að mati skraddara á Skólavörðustíg. Þeir sem þekkja til hlustunarbúnaðar telja afar ólíklegt að bungan sé senditæki. 13.10.2004 00:01
Hætta matardreifingu vegna árása Aukin hætta á árásum í Darfur hafa leitt til þess að Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur neyðst til þess að fella niður matvæladreifingu í nokkrum hlutum Darfur-héraðs í Súdan. 13.10.2004 00:01
Takmarka fjölda pílagríma Ísraelar ætla að takmarka fjölda þeirra múslima sem fá að biðjast fyrir í helgireitnum Haram a-Sharif í Jerúsalem meðan á Ramadan, helgum mánuði múslima, stendur. Einungis 60 þúsund múslimar fá að heimsækja reitinn en venjulega skipta þeir hundruðum þúsunda. 13.10.2004 00:01