Erlent

Þrengja hringinn um ræningjana

Norska lögreglan telur hringinn vera að þrengjast um þjófana sem stálu málverkum Edvards Munch í ágúst, að því er fram kemur í Verdens Gang og Dagbladet. Þar segir að lögreglan hafi rakið ferðir bíls ræningjanna næstu daga fyrir ránið og komist að því að hann hafði farið um hendur margra þekktra glæpamanna. Ræningjarnir stálu einni útgáfu Ópsins og Madonnu um miðjan dag. Ránið vakti furðu manna vegna þess hversu bíræfið það var og hversu slappar öryggisráðstafanirnar voru.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×