Erlent

Tíu ára bið á enda

Kúrdíski mannréttindafrömuðurinn Leyla Zana veitti í gær viðtöku mannréttindaverðlaunum þings Evrópusambandsins. Þetta gerði hún tíu árum eftir að þingið heiðraði hana en mestallan þann tíma hefur hún setið í fangelsi í Tyrklandi fyrir baráttu sína fyrir auknum réttindum Kúrda í Tyrklandi. "Ofbeldi heyrir fortíðinni til," sagði Zana þegar hún ávarpaði þingið. "Tungumál og lausn okkar tíma er samræður, málamiðlanir og friður," sagði hún.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×