Erlent

Kínverji gekk berserksgang

Karlmaður gekk berserksgang eftir að hafa tapað hundruð milljónum í spilavíti í Kína, stakk eiginkonu sína til bana og kveikti í íbúð sinni. Eldurinn breiddist út til nærliggjandi íbúða en slökkviliðsmönnum tókst að bjarga þremur sem festust í brennandi húsinu. Tveimur í viðbót tókst að bjarga sér sjálfum út úr brennandi íbúðum sínum. Skýrt er frá því að tapið hafi numið allt af hálfum milljarði íslenskra króna og spilafíkillinn hafi myrt konu sína í kjölfar rifrildis þeirra hjóna um tapið mikla.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×