Erlent

Íslendingar vinna hjá flugfélaginu

Átta til níu íslenskir flugvirkjar vinna hjá flugfélagi vélarinnar sem fórst í Halifax í Kanada í morgun. Georg Þorkelsson, yfirmaður flugfélagsins í Lúxemborg, staðfestir við vefrit Morgunblaðsins að enginn Íslendingur hefði verið um borð. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið á meðan ekki lægju fyrir staðfestar upplýsingar um fjölda látinna eða tildrög slyssins. Um er að ræða flutningavél af gerðinni Boeing 747 og var sjö manna áhöfn, menn frá Bretlandi, Zimbabwe og Suður-Afríku, um borð. Þeir létust allir. Vélin hrapaði skömmu eftir flugtak og hafnaði í skóglendi skammt frá Halifax þar sem kviknaði í henni.
MYND/AP
MYND/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×