Erlent

Prinsessa auglýsir eftir skilnaði

Margréti prinsessu í Hollandi hefur gengið illa að hafa uppi á eiginmanni sínum og kom það ljóslega fram í hollensku dagblaði síðasta föstudag þegar hún birti auglýsingu sem beint var til hans. Hún var þó ekki að reyna að fá hann aftur heim heldur tilkynnti hún að hún ætlaði sér að skilja við hann og að hann hefði frest fram í janúar til að andmæla skilnaðinum. Hjónaband Margrétar og Edwin van Zuijdewijn hefur lengi verið blaðamatur í Hollandi. Í fyrra sökuðu þau Beatrix drottningu til dæmis um að spilla fyrir hjónabandi sínu og fyrirtæki van Zuijdewin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×