Bræður sjá um sig sjálfir 15. október 2004 00:01 Jónas Þórir Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, er nýkominn frá Úganda þar sem hann fylgdist með og mat árangur hjálparstarfsins. Hann hitti bræðurna Muwango, sextán ára, og Peter, fjórtán ára, sem fengið hafa hjálp til sjálfshjálpar. Frá því fyrir um tveimur og hálfu ári síðan hefur líf bræðranna, sem eru munaðarlausir, gjörbreyst. Hlutfall eyðnismitaðra er hátt í Úganda og fjöldi barna er munaðarlaus. Sjálfboðaliði fann drengina hrædda og illa haldna í lélegum strákofa á bananaakri sem áður var eign foreldra þeirra. Ættingjar drengjanna ásældust akrana og settust drengirnir þar að til að verja eign sína. Þeir voru litnir hornauga af samfélaginu og voru undir hvers manns hæl. Sjálfboðaliðar hafa hjálpað drengjunum við að byggja lítið íbúðarhús og annað hús til að elda svo vistarverur þeirra fyllist ekki af reyk. Þeir fengu hjálp við að koma upp kamri og vatnstanki til að safna rigningarvatni en áður þurftu þeir að sækja vatn um langa leið. Drengirnir hafa fengið geitur og bananaakurinn er aftur kominn í rækt. Muwango stundar viðskipti með hænur sem hann kaupir og elur í nokkurn tíma áður en hann hjólar með þær í næsta stórbæ og selur aftur á hærra verði. Einnig leggur hann mikla áherslu á að Peter, bróðir hans, geti gengið í skóla. Sjálfur hefur Muwango löngun til að læra reiðhjóla- og bílaviðgerðir en hann hefur augljósa hæfileika á tæknisviðinu. Hann hefur með mikilli útsjónarsemi útbúið loftnet úr reiðhjólagjörð og gaddavír og getur hann þannig hlustað á fimm útvarpsstöðvar í stað tveggja en hann hefur mikinn áhuga á fréttum og umheiminum. Hann á gamalt og lúið útvarpstæki sem tengt er frumstæðum hátalara úr vatnsbrúsa sem hann hefur sjálfur búið til. Útvarpið gengur fyrir rafhlöðum sem eru mjög dýrar og því nauðsynlegt að fara sparlega með þær. Með því að tengja litla rauða peru við þrjár samanlímdar rafhlöður getur Muwango boðið bróður sínum að lesa stutta stund á kvöldin við einu raflýsinguna í litla þorpinu þeirra. Erlent Fréttir Innlent Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira
Jónas Þórir Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, er nýkominn frá Úganda þar sem hann fylgdist með og mat árangur hjálparstarfsins. Hann hitti bræðurna Muwango, sextán ára, og Peter, fjórtán ára, sem fengið hafa hjálp til sjálfshjálpar. Frá því fyrir um tveimur og hálfu ári síðan hefur líf bræðranna, sem eru munaðarlausir, gjörbreyst. Hlutfall eyðnismitaðra er hátt í Úganda og fjöldi barna er munaðarlaus. Sjálfboðaliði fann drengina hrædda og illa haldna í lélegum strákofa á bananaakri sem áður var eign foreldra þeirra. Ættingjar drengjanna ásældust akrana og settust drengirnir þar að til að verja eign sína. Þeir voru litnir hornauga af samfélaginu og voru undir hvers manns hæl. Sjálfboðaliðar hafa hjálpað drengjunum við að byggja lítið íbúðarhús og annað hús til að elda svo vistarverur þeirra fyllist ekki af reyk. Þeir fengu hjálp við að koma upp kamri og vatnstanki til að safna rigningarvatni en áður þurftu þeir að sækja vatn um langa leið. Drengirnir hafa fengið geitur og bananaakurinn er aftur kominn í rækt. Muwango stundar viðskipti með hænur sem hann kaupir og elur í nokkurn tíma áður en hann hjólar með þær í næsta stórbæ og selur aftur á hærra verði. Einnig leggur hann mikla áherslu á að Peter, bróðir hans, geti gengið í skóla. Sjálfur hefur Muwango löngun til að læra reiðhjóla- og bílaviðgerðir en hann hefur augljósa hæfileika á tæknisviðinu. Hann hefur með mikilli útsjónarsemi útbúið loftnet úr reiðhjólagjörð og gaddavír og getur hann þannig hlustað á fimm útvarpsstöðvar í stað tveggja en hann hefur mikinn áhuga á fréttum og umheiminum. Hann á gamalt og lúið útvarpstæki sem tengt er frumstæðum hátalara úr vatnsbrúsa sem hann hefur sjálfur búið til. Útvarpið gengur fyrir rafhlöðum sem eru mjög dýrar og því nauðsynlegt að fara sparlega með þær. Með því að tengja litla rauða peru við þrjár samanlímdar rafhlöður getur Muwango boðið bróður sínum að lesa stutta stund á kvöldin við einu raflýsinguna í litla þorpinu þeirra.
Erlent Fréttir Innlent Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira