Erlent

Snúið við vegna sprengjuhótunar

Farþegaflugvél Virgin-flugfélagsins var snúið aftur til Standsted-flugvallar fyrr í morgun vegna sprengjuhótunar. Vélin var á leiðinni til Hong Kong frá Heathrow-flugvellinum í London og voru 233 um borð í vélinni. Farþegar voru þegar í stað látnir yfirgefa vélina eftir lendingu og eru lögregla og starfmenn Standsted-vallarins að rannsaka vélina.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×