Erlent

Hundinum bjargað frá aftöku

Eftir þriggja ára stapp og fjárútlát upp á hálfa áttundu milljón króna tókst skosku hjónunum Bryan og Carol Lamont að bjarga lífi hundsins síns, Dino. Dino, sem er þýskur fjárhundur, beit mann í höndina snemma árs 2001 og fyrirskipuðu yfirvöld að hann skyldi aflífaður þess vegna. Bryan og Carol voru ekki á því að láta svæfa hann og hófu baráttu fyrir lífi Dinos. Þau þurftu að höfða mál, ráða lögmenn og fara í gegnum réttarhöld á öllum dómstigum áður en dómari komst að þeirri niðurstöðu að Dino skyldi lifa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×