Erlent

Ætterni konungs vafa orpið

Ætterni Haralds Noregskonungs er í vafa eftir að virtur norskur fræðimaður greindi frá því að faðir hans, Ólafur V Noregskonungur, sem tók við embætti af Hákoni, fyrsta konungi Noregs, hefði hugsanlega ekki verið sonur Hákonar. Tor Bomann-Larsen segir í nýrri bók um norsku konungsfjölskylduna að svo kunni að vera að faðir Ólafs hafi verið Bretinn Sir Francis Laking, læknir Maud drottningar, móður Ólafs. Hákon og hún höfðu lengi reynt að eignast barn en án árangurs og setur höfundurinn fram þá tilgátu að Laking eða sonur hans hafi gerst sæðisgjafi.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×