Fleiri fréttir Segir skipulagt vændi á Íslandi Alls leituðu 20 konur í Kristínarhús á síðasta ári samkvæmt ársskýrslu Stígamóta sem var kynnt í morgun. Þar af voru ellefu íslenskar konur. Steinunn Gyða Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kristínarhúss, sagði á fundinum í morgun að þær fyndu fyrir vísi að skipulögðu vændi hér á landi. 3.4.2013 15:17 Yfir hundrað kynferðisafbrotamál á borð lögreglunnar frá áramótum Undirnefnd allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, sem fjallar um kynferðisbrot gegn börnum, tilkynnti í dag að hún legði meðal annars til að fjárveitingar til rannsóknardeilda lögreglunnar og embættis ríkissaksóknara yrðu auknar. 3.4.2013 14:54 Veiking krónunnar að fullu gengin til baka Gengisþróun krónu á 1. fjórðungi yfirstandandi árs sker sig verulega úr ef hún er borin saman við sama tímabil síðustu ár. Krónan styrktist um 6,6% frá áramótum til loka mars í ár. Í fyrra veiktist krónan hins vegar um 5,7% á sama tímabili. Árið 2011 nam veiking krónu 3,6%, segir í Morgunkorni Íslandsbanka Greining segir að krónan sé nú á svipuðum slóðum og um miðjan september síðastliðinn, og sé því gengisveikingin sem varð á síðasta fjórðungi ársins 2012 að fullu gengin til baka. Skýringar á ólíkri þróun krónu nú miðað við síðustu ár liggi að mati Greiningar í aðgerðum Seðlabankans, betra jafnvægi á þjónustuviðskiptum yfir vetrartímann og líklega einnig á tilfærslu árstíðarsveiflunnar sem einkennt hafi krónuna síðustu árin. 3.4.2013 14:06 Í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað unglingi Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa nauðgað pilti þegar hann var 14 og 15 ára, á árunum 2001 og 2002. Málið var kært þann 16. nóvember 2010. Afbrotamaðurinn var fjölskylduvinur brotaþola þegar hann braut gegn honum á heimili þess fyrrnefnda. 3.4.2013 13:32 Tóku á móti 160.000 tonnum Síldarvinnslan tók á móti rúmlega 160 þúsund tonnum af loðnu á nýliðinni vertíð. Afurðir loðnuvertíðarinnar hjá fyrirtækinu námu rúmlega 53 þúsund tonnum, þar af voru rúmlega 21 þúsund tonn frystar afurðir. 3.4.2013 12:00 Umdeildur vegur verður lagður Vegagerðin hefur ákveðið að semja við verktaka um lagningu umdeilds Álftanesvegar um Gálgahraun eftir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vísaði frá kæru nokkurra íbúa við hraunið. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. 3.4.2013 12:00 Vilhjálmur Óli Valsson látinn Vilhjálmur Óli Valsson, fyrrverandi sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, lést síðastliðið laugardagskvöld 41 árs að aldri á Landspítalanum. 3.4.2013 12:00 Aldrei fleiri hópnauðganir Alls leituðu 288 nýir einstaklingar til Stígamóta á síðasta ári samkvæmt ársskýrslu samtakanna sem kynnt var í dag. Þetta eru 25 færri einstaklingar en leituðu til Stígamóta árið 2011. það breytir ekki því að ný mál árið 2012 eru fleiri en samtökin hafa séð á árunum 1995 til 210. Heildarfjöldi einstaklinga sem komu í viðtöl til Stígamóta árið 2012 var 664, sem er um 12 % aukning frá árinu 2011. Heildarfjöldi viðtala voru 2077. 3.4.2013 11:52 Grænn apríl fer af stað Grænn apríl er umhverfisátak sem hefur vaxið og þróast undanfarin ár og er nú ýtt úr vör í þriðja sinn. Því er fyrst og fremst beint að því að auka meðvitund fólks um hvað það getur gert til að draga úr umhverfisáhrifum. 3.4.2013 11:00 Olli stórhættu með lasergeisla Með þyrlu Landhelgisgæslunnar og tveimur lögreglubílum tókst að elta uppi og króa af ökumann, sem er grunaður um að hafa beint laser geisla að flugumferð og flugturninum í Reykjavík á tólfta tímanum í gærkvöldi, en slíkt getur skapað stór hættu. 3.4.2013 10:53 Sólríkasti marsmánuður í yfir áratug Marsmánuður hefur ekki verið eins sólríkur í Reykjavík síðan 1999 eða í fjórtán ár. Sólarstundir voru tæplega 163 og er það 51 stund yfir meðallag. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar rúmlega áttatíu og er það í rétt rúmu meðallagi. Úrkoma í Reykjavík mældist rúmur 41 millimetri og er það um helmingur meðalúrkomu í mars. Síðast var mars ámóta þurr 2005. Á Akureyri mældist úrkoman tæpir 47 millimetrar og er það í rétt rúmu meðallagi. 3.4.2013 09:29 Strætisvagn steyptist fram af brú Að minnsta kosti sjö fórust þegar strætisvagn steyptist fram af einni af fjölförnustu brúm í Rio De Janerio í Brasilíu í nótt. 3.4.2013 09:01 Kristjáni stefnt til að greiða tvo milljarða Slitastjórn Kaupþings reynir enn að innheimta tveggja milljarða skuld Kristjáns Arasonar vegna hlutabréfakaupa í bankanum. Hann færði skuldina í hlutafélagið 7 hægri ehf. í febrúar 2008 en slitastjórnin telur hafa verið ólöglega að því staðið. 3.4.2013 09:00 Þurfti að sanna nafn sitt með kirkjubókum Fjölskyldutengsl eru aðalástæða þess að fólk breytir nafni sínu í þjóðskrá. Ungur maður þurfti að leita í kirkjubækur til að fá nafn sitt leiðrétt. Kona þurfti að láta upphafsstaf móður sinnar nægja og er ósátt við hámarksstafafjölda kerfisins. 3.4.2013 09:00 Kjörnefndin hefur fengið álit lögmanns Einn frambjóðenda til formanns í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur kært kosninguna sem fram fór í mars. Niðurstaðan var kynnt 14. síðasta mánaðar, en þá kom í ljós að Ólafur G. Skúlason hjúkrunarfræðingur hafði verið hlutskarpastur sex frambjóðenda. Einu atkvæði munaði á honum og næsta manni. 3.4.2013 09:00 Aldursgreina fisk með litarefni Hafrannsóknastofnun og BioPol Sjávarlíftæknisetur á Skagaströnd standa nú að tilraunum til að merkja grásleppu til að sannreyna aldur þeirra og að afla upplýsinga um gönguhegðun. Þar er að öllu leyti treyst á samstarf við sjómenn. 3.4.2013 09:00 Boða til blaðamannafundar Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur boðað til blaðamannafundar klukkan hálf tvö í dag en þar verða kynntar tillögur nefndarinnar um úrræði til að bregðast við auknum fjölda kynferðisbrotamála gegn börnum. 3.4.2013 08:48 8.730 breyttu um nafn í fyrra Um tvö prósent þjóðarinnar breyttu um nafn í þjóðskrá í fyrra. Aldrei hafa breytingar verið jafn tíðar. Margir ósáttir við reglur þjóðskrár um stafafjölda. Rúmlega 13.000 breytingar voru skráðar á árunum 2007 til 2011. 3.4.2013 07:30 Skjálftarnir færast nær landi Ný skjálftaþyrping myndaðist í gærkvöldi um 15 til 20 kílómetra suðaustur af upptökum stóra skjálftans austur af Grímsey í fyrrinótt. 3.4.2013 07:19 Flúðu af vettvangi Tveir menn í mjög annarlegu ástandi voru handteknir í austurborginni undir kvöld í gær, eftir að þeir höfðu valdið þriggja bíla árekstri með því að aka gegn rauðu ljósi í veg fyrir hina bílana. 3.4.2013 07:12 Réðust á erlendan sjómann Ráðist var á erlendan sjómann, sem var á gangi í miðborginni á öðrum tímanum í nótt og tilkynnti vitni um árásina. 3.4.2013 07:09 Landsliðskona fór af velli vegna mígrenis "Ég las einhvers staðar að við værum fimmta feitasta þjóð í heimi. Það er alltaf verið að minnka íþróttakennslu í skólum. Þeir jafnvel farnir að gefa kort í ræktina og nemendur fara þangað á eiginn vegum. Mér finnst aðeins þurfa að staldra við þegar ástandið er svona," segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson íþróttafræðingur. 2.4.2013 23:53 Enn skelfur jörð við Grímsey Jarðskjálftahrina stendur yfir austur af Grímsey. Skjálfti að stærð 4,5 stig á Richterkvarða mældist þar fimm mínútur yfir ellefu í kvöld. 2.4.2013 23:27 "Misnota aðstöðu sína fyrir fjórflokkinn“ Pétur Gunnlaugsson, formaður hins nýstofnaða Flokks heimilanna, er allt annað en sáttur við að fá ekki sæti í kosningaþætti á Rúv í kvöld. Þetta kemur fram á Eyjunni. 2.4.2013 19:51 Kæru vegna Álftanesvegar vísað frá Vegagerðin hefur ákveðið að semja við verktaka um lagningu umdeilds Álftanesvegar um Gálgahraun eftir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vísaði frá kæru nokkurra íbúa við hraunið. 2.4.2013 19:16 "Kvíðaeinkenni geta komið fram í hvaða prófi sem er" "Ég held að yfirhöfuð sé ekkert frekar verið að ofnota píptest frekar en önnur próf. Ég veit dæmi þess að sumir sofi nær ekkert nóttina fyrir próf og eru með þvílíkan kvíða. Ég held að oftar en ekki geri einstaklingar sjálfir of miklar kröfur til sín," segir Guðrún Valgerður Ásgeirsdóttir, formaður Íþróttakennarafélags Íslands. 2.4.2013 19:13 Vill prófin út úr námsskrá grunnskóla "Ég hélt að hún væri að fá heilablóðfall," segir faðir stúlku sem endaði á spítala eftir þolpróf í skólaleikfimi. Hann vill prófin út úr skólakerfinu og íþróttafræðingur tekur undir að fara þurfi varlega í þau. 2.4.2013 18:40 Framsókn bætir enn við fylgi sitt Framsóknarflokkurinn bætir enn við sig fylgi á kostnað Sjálfstæðisflokksins, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Flokkurinn fengi 28,3 % atkvæða ef kosið yrði nú. Rúv greinir frá þessu. 2.4.2013 18:12 Klífur fjöll fyrir krabbameinssjúk börn Þorsteinn Jakobsson, fjallagarpur með meiru, hefur undanfarið unnið að tindaverkefni sem felst í því að klífa bæjarfjöll á Íslandi. Þorsteinn hefur ákveðið að ljúka verkefninu í samstarfi við Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna á næstu 12 mánuðum og láta áheit í tengslum við göngurnar renna til SKB. Samstarfsverkefnið hefur hlotið nafnið Saman klífum brattann en baráttu krabbameinsveikra barna má oft og tíðum líkja við fjallgöngu sem stundum er erfið vegna bratta og klungurs en svo koma tímar og svæði inn á milli sem ekki eru jafnerfið yfirferðar. 2.4.2013 16:08 Tekinn með 2,4 kíló af amfetamíni Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri situr nú í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á tilraun hans til stórfellds fíkniefnasmygls til landsins. 2.4.2013 15:44 Tilkynnt um eld í Garðastræti Tilkynnt var um eld innandyra í Garðastræti 44 í Reykjavík nú rétt fyrir klukkan þrjú. Húsið er íbúðahúsnæði en ekki hafa borist frekari upplýsingar um það hvort einhverjir voru innandyra þegar eldurinn kom upp. 2.4.2013 15:06 Sér til lands í morðrannsókn Enn er beðið eftir niðurstöðum dómskvaddra matsmanna vegna rannsóknar á andláti fanga á Litla Hrauni í maí á síðasta ári. 2.4.2013 14:31 Illa reknum fyrirtækjum bjargað á meðan skorið er niður í heilbrigðisþjónustu Sigurður Guðmundsson læknir skrifar hvassan ritstjórnarpistil í Læknablaðið sem kom út í mánuðinum, en þar spyr hann hvenær heilbrigðisþjónusta verði að kosningamáli. Hann spyr meðal annars hvort heilbrigðisþjónusta vegi ekki jafn þungt og framtíð SpKef og Sjóvár. Þannig skrifar Sigurður: 2.4.2013 12:44 Hausafundur styrkir taflmannakenningu "Þetta getur rennt stoðum undir þessa kenningu mína, en á hinn bóginn er allt eins líklegt að þessi fundur hafi nákvæmlega enga þýðingu í því samhengi. Það er ljóst að efniviðurinn var í landinu,“ segir Guðmundur G. Þórarinsson, fyrrverandi alþingismaður og forseti Skáksambands Íslands, um einstakan fund í fjöru á Snæfellsnesi. Guðmundur hefur sett fram þá kenningu að elstu taflmenn heims með nútímaútlit, Lewis-taflmennirnir, séu íslenskir að uppruna. 2.4.2013 12:00 Skorradalurinn er hættuleg púðurtunna Engar sértækar viðbragðsáætlanir eru til fyrir þéttar sumarhúsabyggðir á Íslandi nema ef slík áætlun hefur verið gerð að frumkvæði svæðisbundinna yfirvalda. Viðbragðsáætlun vegna gróðurelda í Skorradal verður kynnt í vikunni. 2.4.2013 12:00 Telur Umferðarstofu gera óhóflegar kröfur Bifvélavirkjar sem vilja fá réttindi til metanbreytinga á bílum þurfa að fá uppáskrift Umferðarstofu eftir að hafa breytt einum bíl. Erfiðlega gengur að ná í búnaðinn sem þarf til breytinganna án réttindanna. Röng vinnubrögð, segir kennari. 2.4.2013 11:30 Óvissustig vegna jarðskjálfta Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra lýsti fyrir stundu yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrynu úti fyrir Norðurlandi. 2.4.2013 11:22 Nýr ráðuneytisstjóri skipaður Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra skipaði í dag Stefán Thors í embætti ráðuneytisstjóra í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Hann og Sigríður Auður Arnardóttir, starfandi ráðuneytisstjóri voru talin hæfust. Ráðherra tók að loknum viðtölum ákvörðun um að skipa Stefán Thors í embættið. Stefán á að baki áralangt starf í opinberrri stjórnsýslu. Hann var skipaður skipulagsstjóri ríkisins árið 1985 og forstjóri Skipulagsstofnunar 1. janúar 2011. 2.4.2013 11:04 Segja mat ríkisins skerða rétt geðsjúkra "Þetta þýðir að ef honum dytti í hug að fara út af Hólabrekku myndi hann enda á götunni því samkvæmt þessu mati hefði hann ekki rétt á neinum stuðningi,“ segir Þröstur Ingólfur Víðisson, faðir fertugs manns sem hefur þjáðst af geðklofa síðustu tuttugu ár. 2.4.2013 10:15 Endaði á spítala eftir píptest "Það sem mér finnst ámælisvert er að þetta skuli vera notað í grunnskólum. Eftir því sem ég hef kynnt mér þetta betur er þetta mjög erfitt próf," Stefán Hákonarson, faðir ungrar stúlku sem endaði á spítala vegna ofreynslu eftir svokallað píptest. 2.4.2013 10:12 Ölvaður maður fór úr að ofan í Leifsstöð Ölvaður maður var til vandræða í komusal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í fyrrakvöld. Hafði hann meðal annars ýtt við tollverði og farið úr að ofan. Lögreglumenn ræddu við manninn sem var mjög ölvaður og illskiljanlegur. Þeir gerðu honum grein fyrir því að hann væri ekki lengur velkominn í flugstöðinni vegna ástands síns og báðu hann að fylgja sér út. 2.4.2013 09:58 Ekki vitað um neinar skemmdir vegna skjálftanna Ekki er vitað til þess að neinar skemmdir hafi orðið vegna skjálftanna í Grímsey í nótt, segir Ragnhildur Hjaltadóttir sem vinnur á skrifstofunni hjá fiskverkuninni þar í sveitarfélaginu. Skjálfti upp á 5,5 varð við Grímsey í nótt. Nokkrir smærri eftirskjálftar hafa orðið, þar af einn upp á 4,3 sem Grímseyingar fundu vel fyrir í morgun. "Það hristust allar tölvur og allt,“ segir Ragnhildur um skjálftann í morgun. 2.4.2013 09:41 Dópaður á bíl með biluðum bremsum Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í nótt ökumann vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna. 2.4.2013 09:24 Stundarkennari á Bifröst ráðherra í Slóveníu Jernej Pikalo, stundakennari við Háskólann á Bifröst frá árinu 2006 var gerður að félags-og menntamálaráðherra Slóveníu í kjölfarið af kosningum þar í landi nú um miðjan marsmánuð. 2.4.2013 09:11 Yfir 60 eftirskjálftar við Grímsey Sterkur jarðskjálfti upp á 5,5 stig varð um eitt leitið í nótt með upptökum um 14 kílómetra austur af Grímsey, og annar upp á 4,1 stig skömmu síðar. Fyrri skjálftinn fannst víða á Norðurlandi, eða allt frá Sauðárkróki í vestur og austur á Raufarhöfn og upp í Mývatnssveit. 2.4.2013 07:07 Sjá næstu 50 fréttir
Segir skipulagt vændi á Íslandi Alls leituðu 20 konur í Kristínarhús á síðasta ári samkvæmt ársskýrslu Stígamóta sem var kynnt í morgun. Þar af voru ellefu íslenskar konur. Steinunn Gyða Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kristínarhúss, sagði á fundinum í morgun að þær fyndu fyrir vísi að skipulögðu vændi hér á landi. 3.4.2013 15:17
Yfir hundrað kynferðisafbrotamál á borð lögreglunnar frá áramótum Undirnefnd allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, sem fjallar um kynferðisbrot gegn börnum, tilkynnti í dag að hún legði meðal annars til að fjárveitingar til rannsóknardeilda lögreglunnar og embættis ríkissaksóknara yrðu auknar. 3.4.2013 14:54
Veiking krónunnar að fullu gengin til baka Gengisþróun krónu á 1. fjórðungi yfirstandandi árs sker sig verulega úr ef hún er borin saman við sama tímabil síðustu ár. Krónan styrktist um 6,6% frá áramótum til loka mars í ár. Í fyrra veiktist krónan hins vegar um 5,7% á sama tímabili. Árið 2011 nam veiking krónu 3,6%, segir í Morgunkorni Íslandsbanka Greining segir að krónan sé nú á svipuðum slóðum og um miðjan september síðastliðinn, og sé því gengisveikingin sem varð á síðasta fjórðungi ársins 2012 að fullu gengin til baka. Skýringar á ólíkri þróun krónu nú miðað við síðustu ár liggi að mati Greiningar í aðgerðum Seðlabankans, betra jafnvægi á þjónustuviðskiptum yfir vetrartímann og líklega einnig á tilfærslu árstíðarsveiflunnar sem einkennt hafi krónuna síðustu árin. 3.4.2013 14:06
Í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað unglingi Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa nauðgað pilti þegar hann var 14 og 15 ára, á árunum 2001 og 2002. Málið var kært þann 16. nóvember 2010. Afbrotamaðurinn var fjölskylduvinur brotaþola þegar hann braut gegn honum á heimili þess fyrrnefnda. 3.4.2013 13:32
Tóku á móti 160.000 tonnum Síldarvinnslan tók á móti rúmlega 160 þúsund tonnum af loðnu á nýliðinni vertíð. Afurðir loðnuvertíðarinnar hjá fyrirtækinu námu rúmlega 53 þúsund tonnum, þar af voru rúmlega 21 þúsund tonn frystar afurðir. 3.4.2013 12:00
Umdeildur vegur verður lagður Vegagerðin hefur ákveðið að semja við verktaka um lagningu umdeilds Álftanesvegar um Gálgahraun eftir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vísaði frá kæru nokkurra íbúa við hraunið. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. 3.4.2013 12:00
Vilhjálmur Óli Valsson látinn Vilhjálmur Óli Valsson, fyrrverandi sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, lést síðastliðið laugardagskvöld 41 árs að aldri á Landspítalanum. 3.4.2013 12:00
Aldrei fleiri hópnauðganir Alls leituðu 288 nýir einstaklingar til Stígamóta á síðasta ári samkvæmt ársskýrslu samtakanna sem kynnt var í dag. Þetta eru 25 færri einstaklingar en leituðu til Stígamóta árið 2011. það breytir ekki því að ný mál árið 2012 eru fleiri en samtökin hafa séð á árunum 1995 til 210. Heildarfjöldi einstaklinga sem komu í viðtöl til Stígamóta árið 2012 var 664, sem er um 12 % aukning frá árinu 2011. Heildarfjöldi viðtala voru 2077. 3.4.2013 11:52
Grænn apríl fer af stað Grænn apríl er umhverfisátak sem hefur vaxið og þróast undanfarin ár og er nú ýtt úr vör í þriðja sinn. Því er fyrst og fremst beint að því að auka meðvitund fólks um hvað það getur gert til að draga úr umhverfisáhrifum. 3.4.2013 11:00
Olli stórhættu með lasergeisla Með þyrlu Landhelgisgæslunnar og tveimur lögreglubílum tókst að elta uppi og króa af ökumann, sem er grunaður um að hafa beint laser geisla að flugumferð og flugturninum í Reykjavík á tólfta tímanum í gærkvöldi, en slíkt getur skapað stór hættu. 3.4.2013 10:53
Sólríkasti marsmánuður í yfir áratug Marsmánuður hefur ekki verið eins sólríkur í Reykjavík síðan 1999 eða í fjórtán ár. Sólarstundir voru tæplega 163 og er það 51 stund yfir meðallag. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar rúmlega áttatíu og er það í rétt rúmu meðallagi. Úrkoma í Reykjavík mældist rúmur 41 millimetri og er það um helmingur meðalúrkomu í mars. Síðast var mars ámóta þurr 2005. Á Akureyri mældist úrkoman tæpir 47 millimetrar og er það í rétt rúmu meðallagi. 3.4.2013 09:29
Strætisvagn steyptist fram af brú Að minnsta kosti sjö fórust þegar strætisvagn steyptist fram af einni af fjölförnustu brúm í Rio De Janerio í Brasilíu í nótt. 3.4.2013 09:01
Kristjáni stefnt til að greiða tvo milljarða Slitastjórn Kaupþings reynir enn að innheimta tveggja milljarða skuld Kristjáns Arasonar vegna hlutabréfakaupa í bankanum. Hann færði skuldina í hlutafélagið 7 hægri ehf. í febrúar 2008 en slitastjórnin telur hafa verið ólöglega að því staðið. 3.4.2013 09:00
Þurfti að sanna nafn sitt með kirkjubókum Fjölskyldutengsl eru aðalástæða þess að fólk breytir nafni sínu í þjóðskrá. Ungur maður þurfti að leita í kirkjubækur til að fá nafn sitt leiðrétt. Kona þurfti að láta upphafsstaf móður sinnar nægja og er ósátt við hámarksstafafjölda kerfisins. 3.4.2013 09:00
Kjörnefndin hefur fengið álit lögmanns Einn frambjóðenda til formanns í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur kært kosninguna sem fram fór í mars. Niðurstaðan var kynnt 14. síðasta mánaðar, en þá kom í ljós að Ólafur G. Skúlason hjúkrunarfræðingur hafði verið hlutskarpastur sex frambjóðenda. Einu atkvæði munaði á honum og næsta manni. 3.4.2013 09:00
Aldursgreina fisk með litarefni Hafrannsóknastofnun og BioPol Sjávarlíftæknisetur á Skagaströnd standa nú að tilraunum til að merkja grásleppu til að sannreyna aldur þeirra og að afla upplýsinga um gönguhegðun. Þar er að öllu leyti treyst á samstarf við sjómenn. 3.4.2013 09:00
Boða til blaðamannafundar Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur boðað til blaðamannafundar klukkan hálf tvö í dag en þar verða kynntar tillögur nefndarinnar um úrræði til að bregðast við auknum fjölda kynferðisbrotamála gegn börnum. 3.4.2013 08:48
8.730 breyttu um nafn í fyrra Um tvö prósent þjóðarinnar breyttu um nafn í þjóðskrá í fyrra. Aldrei hafa breytingar verið jafn tíðar. Margir ósáttir við reglur þjóðskrár um stafafjölda. Rúmlega 13.000 breytingar voru skráðar á árunum 2007 til 2011. 3.4.2013 07:30
Skjálftarnir færast nær landi Ný skjálftaþyrping myndaðist í gærkvöldi um 15 til 20 kílómetra suðaustur af upptökum stóra skjálftans austur af Grímsey í fyrrinótt. 3.4.2013 07:19
Flúðu af vettvangi Tveir menn í mjög annarlegu ástandi voru handteknir í austurborginni undir kvöld í gær, eftir að þeir höfðu valdið þriggja bíla árekstri með því að aka gegn rauðu ljósi í veg fyrir hina bílana. 3.4.2013 07:12
Réðust á erlendan sjómann Ráðist var á erlendan sjómann, sem var á gangi í miðborginni á öðrum tímanum í nótt og tilkynnti vitni um árásina. 3.4.2013 07:09
Landsliðskona fór af velli vegna mígrenis "Ég las einhvers staðar að við værum fimmta feitasta þjóð í heimi. Það er alltaf verið að minnka íþróttakennslu í skólum. Þeir jafnvel farnir að gefa kort í ræktina og nemendur fara þangað á eiginn vegum. Mér finnst aðeins þurfa að staldra við þegar ástandið er svona," segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson íþróttafræðingur. 2.4.2013 23:53
Enn skelfur jörð við Grímsey Jarðskjálftahrina stendur yfir austur af Grímsey. Skjálfti að stærð 4,5 stig á Richterkvarða mældist þar fimm mínútur yfir ellefu í kvöld. 2.4.2013 23:27
"Misnota aðstöðu sína fyrir fjórflokkinn“ Pétur Gunnlaugsson, formaður hins nýstofnaða Flokks heimilanna, er allt annað en sáttur við að fá ekki sæti í kosningaþætti á Rúv í kvöld. Þetta kemur fram á Eyjunni. 2.4.2013 19:51
Kæru vegna Álftanesvegar vísað frá Vegagerðin hefur ákveðið að semja við verktaka um lagningu umdeilds Álftanesvegar um Gálgahraun eftir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vísaði frá kæru nokkurra íbúa við hraunið. 2.4.2013 19:16
"Kvíðaeinkenni geta komið fram í hvaða prófi sem er" "Ég held að yfirhöfuð sé ekkert frekar verið að ofnota píptest frekar en önnur próf. Ég veit dæmi þess að sumir sofi nær ekkert nóttina fyrir próf og eru með þvílíkan kvíða. Ég held að oftar en ekki geri einstaklingar sjálfir of miklar kröfur til sín," segir Guðrún Valgerður Ásgeirsdóttir, formaður Íþróttakennarafélags Íslands. 2.4.2013 19:13
Vill prófin út úr námsskrá grunnskóla "Ég hélt að hún væri að fá heilablóðfall," segir faðir stúlku sem endaði á spítala eftir þolpróf í skólaleikfimi. Hann vill prófin út úr skólakerfinu og íþróttafræðingur tekur undir að fara þurfi varlega í þau. 2.4.2013 18:40
Framsókn bætir enn við fylgi sitt Framsóknarflokkurinn bætir enn við sig fylgi á kostnað Sjálfstæðisflokksins, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Flokkurinn fengi 28,3 % atkvæða ef kosið yrði nú. Rúv greinir frá þessu. 2.4.2013 18:12
Klífur fjöll fyrir krabbameinssjúk börn Þorsteinn Jakobsson, fjallagarpur með meiru, hefur undanfarið unnið að tindaverkefni sem felst í því að klífa bæjarfjöll á Íslandi. Þorsteinn hefur ákveðið að ljúka verkefninu í samstarfi við Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna á næstu 12 mánuðum og láta áheit í tengslum við göngurnar renna til SKB. Samstarfsverkefnið hefur hlotið nafnið Saman klífum brattann en baráttu krabbameinsveikra barna má oft og tíðum líkja við fjallgöngu sem stundum er erfið vegna bratta og klungurs en svo koma tímar og svæði inn á milli sem ekki eru jafnerfið yfirferðar. 2.4.2013 16:08
Tekinn með 2,4 kíló af amfetamíni Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri situr nú í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á tilraun hans til stórfellds fíkniefnasmygls til landsins. 2.4.2013 15:44
Tilkynnt um eld í Garðastræti Tilkynnt var um eld innandyra í Garðastræti 44 í Reykjavík nú rétt fyrir klukkan þrjú. Húsið er íbúðahúsnæði en ekki hafa borist frekari upplýsingar um það hvort einhverjir voru innandyra þegar eldurinn kom upp. 2.4.2013 15:06
Sér til lands í morðrannsókn Enn er beðið eftir niðurstöðum dómskvaddra matsmanna vegna rannsóknar á andláti fanga á Litla Hrauni í maí á síðasta ári. 2.4.2013 14:31
Illa reknum fyrirtækjum bjargað á meðan skorið er niður í heilbrigðisþjónustu Sigurður Guðmundsson læknir skrifar hvassan ritstjórnarpistil í Læknablaðið sem kom út í mánuðinum, en þar spyr hann hvenær heilbrigðisþjónusta verði að kosningamáli. Hann spyr meðal annars hvort heilbrigðisþjónusta vegi ekki jafn þungt og framtíð SpKef og Sjóvár. Þannig skrifar Sigurður: 2.4.2013 12:44
Hausafundur styrkir taflmannakenningu "Þetta getur rennt stoðum undir þessa kenningu mína, en á hinn bóginn er allt eins líklegt að þessi fundur hafi nákvæmlega enga þýðingu í því samhengi. Það er ljóst að efniviðurinn var í landinu,“ segir Guðmundur G. Þórarinsson, fyrrverandi alþingismaður og forseti Skáksambands Íslands, um einstakan fund í fjöru á Snæfellsnesi. Guðmundur hefur sett fram þá kenningu að elstu taflmenn heims með nútímaútlit, Lewis-taflmennirnir, séu íslenskir að uppruna. 2.4.2013 12:00
Skorradalurinn er hættuleg púðurtunna Engar sértækar viðbragðsáætlanir eru til fyrir þéttar sumarhúsabyggðir á Íslandi nema ef slík áætlun hefur verið gerð að frumkvæði svæðisbundinna yfirvalda. Viðbragðsáætlun vegna gróðurelda í Skorradal verður kynnt í vikunni. 2.4.2013 12:00
Telur Umferðarstofu gera óhóflegar kröfur Bifvélavirkjar sem vilja fá réttindi til metanbreytinga á bílum þurfa að fá uppáskrift Umferðarstofu eftir að hafa breytt einum bíl. Erfiðlega gengur að ná í búnaðinn sem þarf til breytinganna án réttindanna. Röng vinnubrögð, segir kennari. 2.4.2013 11:30
Óvissustig vegna jarðskjálfta Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra lýsti fyrir stundu yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrynu úti fyrir Norðurlandi. 2.4.2013 11:22
Nýr ráðuneytisstjóri skipaður Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra skipaði í dag Stefán Thors í embætti ráðuneytisstjóra í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Hann og Sigríður Auður Arnardóttir, starfandi ráðuneytisstjóri voru talin hæfust. Ráðherra tók að loknum viðtölum ákvörðun um að skipa Stefán Thors í embættið. Stefán á að baki áralangt starf í opinberrri stjórnsýslu. Hann var skipaður skipulagsstjóri ríkisins árið 1985 og forstjóri Skipulagsstofnunar 1. janúar 2011. 2.4.2013 11:04
Segja mat ríkisins skerða rétt geðsjúkra "Þetta þýðir að ef honum dytti í hug að fara út af Hólabrekku myndi hann enda á götunni því samkvæmt þessu mati hefði hann ekki rétt á neinum stuðningi,“ segir Þröstur Ingólfur Víðisson, faðir fertugs manns sem hefur þjáðst af geðklofa síðustu tuttugu ár. 2.4.2013 10:15
Endaði á spítala eftir píptest "Það sem mér finnst ámælisvert er að þetta skuli vera notað í grunnskólum. Eftir því sem ég hef kynnt mér þetta betur er þetta mjög erfitt próf," Stefán Hákonarson, faðir ungrar stúlku sem endaði á spítala vegna ofreynslu eftir svokallað píptest. 2.4.2013 10:12
Ölvaður maður fór úr að ofan í Leifsstöð Ölvaður maður var til vandræða í komusal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í fyrrakvöld. Hafði hann meðal annars ýtt við tollverði og farið úr að ofan. Lögreglumenn ræddu við manninn sem var mjög ölvaður og illskiljanlegur. Þeir gerðu honum grein fyrir því að hann væri ekki lengur velkominn í flugstöðinni vegna ástands síns og báðu hann að fylgja sér út. 2.4.2013 09:58
Ekki vitað um neinar skemmdir vegna skjálftanna Ekki er vitað til þess að neinar skemmdir hafi orðið vegna skjálftanna í Grímsey í nótt, segir Ragnhildur Hjaltadóttir sem vinnur á skrifstofunni hjá fiskverkuninni þar í sveitarfélaginu. Skjálfti upp á 5,5 varð við Grímsey í nótt. Nokkrir smærri eftirskjálftar hafa orðið, þar af einn upp á 4,3 sem Grímseyingar fundu vel fyrir í morgun. "Það hristust allar tölvur og allt,“ segir Ragnhildur um skjálftann í morgun. 2.4.2013 09:41
Dópaður á bíl með biluðum bremsum Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í nótt ökumann vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna. 2.4.2013 09:24
Stundarkennari á Bifröst ráðherra í Slóveníu Jernej Pikalo, stundakennari við Háskólann á Bifröst frá árinu 2006 var gerður að félags-og menntamálaráðherra Slóveníu í kjölfarið af kosningum þar í landi nú um miðjan marsmánuð. 2.4.2013 09:11
Yfir 60 eftirskjálftar við Grímsey Sterkur jarðskjálfti upp á 5,5 stig varð um eitt leitið í nótt með upptökum um 14 kílómetra austur af Grímsey, og annar upp á 4,1 stig skömmu síðar. Fyrri skjálftinn fannst víða á Norðurlandi, eða allt frá Sauðárkróki í vestur og austur á Raufarhöfn og upp í Mývatnssveit. 2.4.2013 07:07