Innlent

Dópaður á bíl með biluðum bremsum

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í nótt ökumann vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna.

Megna fíkniefnalykt lagði af honum þegar lögreglumenn ræddu við hann, og var hann beðinn um að færa sig yfir í lögreglubifreið, þar sem hann framvísaði fíkniefnum, sem hann var með í fórum sínum.

Hann var því handtekinn og færður á lögreglustöð, þar sem sýnatökur staðfestu að hann hafði neytt kannabis. Bifreiðin sem hann ók reyndist hættuleg í umferðinni, þar sem hemla- og ljósabúnaður voru í ólagi. Var hún boðuð í skoðun.

Í gærkvöld handtók lögregla annan ökumann, sem reyndist hafa neytt amfetamíns, metamfetamíns og fleiri fíkniefna. Við hægra framsæti í bifreið hans fannst amfetamín, sem farþegi í henni kvaðst eiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×