Innlent

Tóku á móti 160.000 tonnum

Svavar Hávarðsson skrifar
Tugir þúsunda tonna berast að landi á vertíðinni.
Tugir þúsunda tonna berast að landi á vertíðinni. mynd/kristín svanhvít hávarðsdóttir
Síldarvinnslan tók á móti rúmlega 160 þúsund tonnum af loðnu á nýliðinni vertíð. Afurðir loðnuvertíðarinnar hjá fyrirtækinu námu rúmlega 53 þúsund tonnum, þar af voru rúmlega 21 þúsund tonn frystar afurðir.

Vertíðinni lauk skömmu fyrir páska. Heildarkvóti á vertíðinni var um 570 þúsund tonn og komu liðlega 463 þúsund tonn í hlut íslenskra skipa.

Öll þrjú loðnuveiðiskip Síldarvinnslunnar öfluðu vel á vertíðinni. Börkur NK landaði 28.746 tonnum og Beitir litlu minna, eða 27.914 tonnum. Birtingur NK landaði 15.134 tonnum en hóf ekki veiðar fyrr en í byrjun febrúar þegar ákveðið var að bæta við þann kvóta sem áður hafði verið gefinn út.

Alls voru fryst 19.264 tonn af heilli loðnu fyrir ýmsa markaði í fiskiðjuverinu í Neskaupstað, auk 909 tonna af loðnuhrognum. Þá voru unnin 1.120 tonn af loðnuhrognum í Helguvík í samvinnu við Saltver ehf.

Fiskimjölsverksmiða Síldarvinnslunnar á Neskaupstað tók á móti 69.400 tonnum; á Seyðisfirði var tekið á móti 31.500 tonnum og 28.155 tonnum í verksmiðju fyrirtækisins í Helguvík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×