Innlent

Ölvaður maður fór úr að ofan í Leifsstöð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá Leifsstöð.
Frá Leifsstöð.
Ölvaður maður var til vandræða í komusal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í fyrrakvöld. Hafði hann meðal annars ýtt við tollverði og farið úr að ofan. Lögreglumenn ræddu við manninn sem var mjög ölvaður og illskiljanlegur. Þeir gerðu honum grein fyrir því að hann væri ekki lengur velkominn í flugstöðinni vegna ástands síns og báðu hann að fylgja sér út.

Hann rölti með þeim af stað, en spyrnti svo við fótum og heimtaði að fá að kaupa áfengi í fríhöfninni. Lögreglumenn gerðu honum grein fyrir að það væri ekki í boði og sló hann þá í einn þeirra. Hann var þá handjárnaður og fluttur á lögreglustöð þar sem hann var látinn sofa úr sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×